Vonar það besta en óttast það versta

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness vonar að ekki muni koma til verkfalla en segist þó óttast hið versta í þeim efnum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Hann segir að verið sé að fara yfir stöðuna frá síðasta fundi í kjaradeilunni sem fram fór á dögunum svo erfitt sé að meta enn sem komið er hvort stefni í verkföll, en hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið “ maður auðvitað vonar það besta en óttast hið versta„,segir Vilhjálmur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila