Vopnað rán í apóteki á Bíldshöfða

Vopnað rán var framið í Apótekaranum á Bíldshöfða rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ógnaði maðurinn starfsfólkinu með eggvopni og heimtaði lyf. Maðurinn sem huldi andlit sitt komst undan með eitthvað af lyfjum en lögreglan leitar mannsins sem er talinn vera um 170 sm á hæð, grannvaxinn, klæddur í rauða peysu, gallabuxur og með húfu. Þá var maðurinn með svartan bakpoka meðferðis. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið, eða telja sig hafa séð til ferða mannsins eru beðnir um að hringja strax í lögreglu í síma 112.

Athugasemdir

athugasemdir