Vopnuð hópslagsmál í miðborg Gautaborgar

Hópslagsmál brutust út í miðborg Gautaborgar milli unglinga í gærkvöld. Hátt í 30 unglingar áttu aðild að slagsmálunum en bæði hnífar og sleggjur vor notuð sem vopn í átökunum. Þegar lögreglan kom á staðinn tvístraðist hópurinn og er ekki enn ljóst hvort einhver hafi slasast. Lögreglan í Gautaborg segir hópslagsmál sem þessi nokkuð algeng, sjaldgæfara sé þó að þeir sem slasist í slíkum slagsmálum segir frá því að þeir hafi slasast í slíkum slagsmálum og telur lögregla að það sé vegna þess að þeir sem taki þátt í átökunum vilji ekki viðurkenna að hafa tekið þátt í þeim.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila