Yfirmaður eftirlitsdeildar SÞ gagnrýnir formennsku Sádi araba í kvenréttindanefnd

Hillel Neuer yfirmaður eftirlitsnefndar SÞ.

Hillel Neuer yfirmaður eftirlitsdeildar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir harðlega að Sádi arabar hafi verið kosnir til þess að fara með formennsku í kvennréttindanefnd SÞ og bendir á að nefndinni sé ætlað að berjast fyrir réttindum kvenna um heim allan, réttindum sem séu fyrir borð borin í þeirra eigin landi. Hann segir að um sé að ræða svartan dag í sögu kvenréttinda “ þetta er eins og að gera brennuvarginn að slökkviliðsstjóra, þetta er svartur dagur í sögu kvenréttinda og allra mannréttinda„,segir Hillel.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila