Yfirvöld í Lýbíu setja mannsmyglurum stólinn fyrir dyrnar

Yfirvöld í Lýbíu hafa lokað landhelgi sinni fyrir samtökum sem að undanförnu hafa aðstoðað flóttamenn í því að komast yfir miðjarðarhafið. Nokkur fjöldi samtaka gefa sig út fyrir það að aðstoða flóttamenn yfir hafið með því að sækja fólkið úr höndum óprúttina aðila sem stunda smygl á flóttamönnum. Lýbísk yfirvöld telja að með því að loka landhelgi sinni með þessum hætti sé mannsmyglurum gert ókleift að stunda þá ólöglegu starfsemi sem þeir hafi umtalsverða fjármuni upp úr og nú þarf að sækja um sérstakt leyfi yfirvalda til þess að mega koma flóttamönnum yfir hafið. Þá hafa yfirvöld í Lýbíu gefið það út að hver sá sem reyni að smygla fólki án þess að hafa tilskilin leyfi eigi á hættu að verða skotinn. Samtökin Læknar án landamæra hafa í ljósi þessarar hertu stefnu lýbíumanna ákveðið að hætta allri starfsemi á miðjarðarhafi þar sem ekki sé verjandi að taka þá áhættu að læknar verði skotnir af þarlendum yfirvöldum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila