Yfirvöld í Norður Kóreu hóta Japönum

Norður Kóresk yfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem því er hótað að sprengja Japan í tætlur muni þarlend yfirvöld nýta sér aðstoð Bandaríkjanna í Kóreudeilunni. Þá sagði í yfirlýsingunni að allt sem reynt yrði að nota í hernaðarlegum tilgangi innan landamæra Japan yrði sprengt umsvifalaust í loft upp, ekki síst herstöðvar Bandaríkjanna sem þar eru staðsettar. Yfirvöld í Norður Kóreu segjast vera reiðubúin fyrir stríð en eins og kunnugt er hafa fjölmörg lönd slitið viðskiptalegum tengslum sínum við Norður Kóreu vegna herskárra yfirlýsinga yfirvalda landsins, þó hefur hingað til verið talið að ekki sé líklegt að Norður Kórea muni eiga frumkvæði að stríði enda myndi það þýða endalok valdatímabils Kim Jong Un og hans áhangenda.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila