Yfirvöld ná aðeins að upplýsa lítinn hluta sakamála í Svíþjóð

Tveir lögmenn og Per Tryding formaður Verslunarráðs Suður Svíþjóðar fullyrða í grein sem birt er í dag að framfylgni laga í landinu sé stórlega ábótavant. Þetta segja þeir að megi glögglega sjá á tölfræði um upplýst mál en fram kemur í greininni að einungis 14% af öllum kærðum málum til lögreglu upplýsast. Í greininni er tölfræðin sundurliðuð og kemur þar fram að einungis 2,1% kærðra skemmdarverka upplýsast, 3,5% innbrota og þá upplýsast aðeins 12,6% ofbeldismála. Þeir benda einnig á í grein sinni að fjöldi sænskra lögreglumanna er helmingi færri ef miðað er við önnur samanburðarlönd þrátt fyrir mun hærri ofbeldistíðni „Þegar fólk upplifir að lögreglan geti ekki haldið uppi lögum færumst við nær hættumörkum réttarsamfélagsins. Mikil hætta er á að sífellt fleiri óttaslegnir og hræddir íbúar taki lögin í eigin hendur eða leita annara skjótra lausna án þess að láta sig varða grundvallarkröfur réttarríkisins„segir í greininni.

Athugasemdir

athugasemdir