Ýmislegt sem bendir til þess að hér stjórni djúpríkið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Það er ýmislegt á vettvangi stjórnmálanna sem bendir til þess að hér stjórni djúpríki á bak við tjöldin. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Hann segir það fráleitt að segja að hér á landi stjórni Alþingi landinu og bendir á hvernig embættismannakerfið stjórni ráðherrum eins og strengjabrúðum og nefnir aflandskrónufrumvarpið sem dæmi um það “ þetta er dæmi um klassískt embættismannafrumvarp, enda sáum við það að enginn, ekki einn, þeirra þingmanna sem studdu málið treystu sér til þess að taka til máls, nema formaður efnahagsnefndarinnar sem eðli málsins samkvæmt þurfti að kynna nefndarálit, enginn annar sem studdi málið treysti sér til þess að halda ræðu til þess að verja það„,segir Sigmundur. Hann segir að sárlega vanti upp á pólitíska stefnufestu af hálfu pólitíkusa og á meðan svo sé komist embættismenn með að stjórna því sem þeir vilja stjórna “ til þess að ná fram raunverulegum breytingum eða aðgerðum sem skipta einhverju máli þá þarf pólitíska forustu, því það er auðvitað í eðli kerfisins að vera varfærið„.

Marrakesh samkomulagið enn eitt dæmið þar sem þingið ræður ekki för

Sigmundur segir að Marrakesh samkomulagið sé enn eitt dæmið um mál þar sem embættismenn hafi ráðið för “ sjáðu til dæmis með þetta Marrakesh samkomulagið sem ég reyndar heyrði fyrst um hér þegar ég var í viðtali á Útvarpi Sögu, það er mál sem er unnið einhversstaðar í stofnunum og ráðuneytum án þess að þingmenn taki afstöðu til þess og í því tilviki var um að ræða mál sem í raun felldi ríkisstjórn Belgíu vegna ágreinings um málið, en hér átti þingið ekki að hafa neitt um þetta að segja„,segir Sigmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila