186 bandarískir bankar eru í fjárhagsvanda – gætu hrunið eins og Silicon Valley Bank

Frá Wall Street Journal: Hagfræðingar áætla, að 186 bandarískir bankar gætu verið í viðkvæmri stöðu fyrir samskonar áhættu og Silicon Valley Bank. Þessi tala er líklega hærri, þar sem þrýstingurinn sem svæðisbundnir bankar standa frammi fyrir er að aukast.

Upplýsingarnar koma úr nýlegri efnahagsskýrslu sem birt var 13. mars s.l. (sjá pdf neðar á síðunni). Janet Yellen, fjármálaráðherra, sagði við öldungadeild Bandaríkjaþings á fimmtudag, að ekki yrðu allar ótryggðar innstæður verndaðar í bankahruni í náinni framtíð, AÐEINS þeir bankar sem eru það stórir, að þeir skapa kerfishættu. Svæðisbankar verða skildir eftir. Biden stjórnin er að velja sigurvegarana og það er Biden stjórnin sem neyðir áhlaupin á bankana.

Watcher Guru segir frá: Nýleg rannsókn hagfræðinga fann 186 banka sem eru í fjárhagslegri áhættu. Þessir bankar standa frammi fyrir svipuðum vanda og olli falli Silicon Valley banka. SIVB hrundi fyrr í vikunni vegna þess að eignir bankans lækkuðu við hækkun vaxta. Þetta leiddi til þess að áhyggjufullir viðskiptavinir tóku út ótryggðar innistæður sínar.

Á meðan á hraðri vaxtahækkunarherferð Seðlabankans stóð, þá mátu hagfræðingarnir einstaka bandaríska banka. Þeir mátu bókfærðar eignir og markaðstap. Eignir eins og ríkisskuldabréf og veðlán geta lækkað að verðmæti. Þetta gerist þegar ný skuldabréf eru á hærri vöxtum. Hagfræðingarnir greindu einnig fjármögnunarprósentur bankanna. Þeir einbeittu sér að fjármögnun frá ótryggðum innstæðueigendum, það er að segja þeim sem eru með yfir $250.000 dollara á reikningum sínum.

Steve Bannon las hluta skýrslunnar í Stríðsherberginu á föstudaginn

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila