220 metra vindmylla hrundi í Svíþjóð – mesta mildi að enginn slasaðist

Mesta mildi þykir að enginn var í nágrenninu, þegar mastur vindmyllunnar brotnaði og hún féll til jarðar. Sjá má hluta vindmyllunnar á myndinni að ofan. Yfirvöld lokuðu stóru svæði vindmyllugarðsins sem verður ekki opnað að nýju fyrir almenning fyrr en slysanefnd hefur rannsakað, það sem eftir er af vindorkuverinu (mynd sksk sænska sjónvarpið).

Samkvæmt frétt sænska sjónvarpsins hrundi vindmylla á Hästkullen fyrir utan Sundsvall upp úr hádegi á laugardag. Enginn slasaðist og verður vindgarðinum lokað þar til slysateymi hefur rannsakað málið

Eigandi vindmyllugarðsins, fyrirtækið Nysäter Wind, telur að olía úr gírkassanum hafi hugsanlega lekið út.

Almenningi er sagt að halda sér fjarri staðnum.

Brotið hné er það eina sem sést eftir af vindmyllunni.

Að sögn fyrirtækisins er slysateymi á leið til að rannsaka vindmylluna og er búist við að það hefji störf á mánudag.

Þetta er ekki fyrsta vindmyllan í Svíþjóð sem leggur upp laupana eins og Útvarp Saga hefur áður sagt frá.

Hér að neðan myndbönd um vindmylluslys í Danmörku og annars staðar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila