230 metra hátt vindorkuver hrundi niður – engin slys á fólki

Raforkuverið brotnaði í bita við fall mastursins

Vindmylla hrundi niður í vindmyllugarði norður af Jörn í Skellefteå í Svíþjóð s.l laugaradagskvöld. Hafa aðrar vindmyllur í garðinum 16 samtals verið stöðvaðar á meðan rannsókn á hruni vindmyllunnar stendur yfir. Mastrið sem ber uppi mylluspaðana gaf eftir neðarlega og skall mastrið með túrbínu og spöðum niður af miklum krafti og mölbrotnaði. Vindmyllugarðurinn er vinnustaður fjarri byggð og enginn var við vinnu þegar mastrið skall niður. Meiningin var að taka raforkuverið í notkun í desember sem núna verður frestað.

Maria Röske forstjóri fyrirtækisins Vestas sem byggir vindmyllugarðinn segir að „hún telji að um einhvers konar hönnunargalla sé að ræða.“ Segir hún það sjaldgæft að vindmyllur hrynji á þennan hátt þótt það sé ekki óþekkt fyrirbæri.

Vindmyllugarðurinn í Skellefteå

Vilja afnema ákvörðunarvald sveitarstjórna í orkumálum

Af 63 vindorkuverkefnum sem yfirvöld hafa gefið grænt ljós á í Svíþjóð á undanförnum fimm árum, þá hafa sveitarfélög gegnm neitunarrétt stöðvað 31 þeirra. Í Malung hunsuðu sósíaldemókratar vilja íbúanna sem mótmæltu byggingu nýs vindgarðs með meirihluta íbúanna í atkvæðagreiðslu. Núna hraðar sænska ríkisstjórnin m.a. að beiðni kínverskra kommúnista um lagabreytingu á sænska þinginu um að afnema réttindi sveitarfélaganna í orkumálum svo ríkisstjórnin ein ákveði orkumál og geti keyrt yfir „óþæg“ sveitarfélög. Enn eitt skrefið í afnámi lýðræðisins í Svíþjóð.

Per Bolund ráðherra Umhverfisflokksins í ríkisstjórninni segir í viðtali við TV4 „þegar við afnemum óöryggisatriði eins og þetta (ákvörðunarvald sveitarfélaganna í orkumálum/GS), þá er ég fullviss um að miklu fleiri aðilar bæði í Svíþjóð og erlendis munu vilja fjárfesta í grænni rafmagnsframleiðslu í landinu okkar.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila