
Sósíaldemókratar enn með stærsta fylgið en tæplega þriðjungur launþega kýs Svíþjóðardemókrata
Samkvæmt kjörstaðakönnun sænska sjónvarpsins, þá kusu 27% meðlimar sænska Alþýðusambandsins Svíþjóðardemókrata í kosningunum um helgina. Það eru 3% fleiri en kusu Svíþjóðardemókrata ár 2018 en þá kusu 24% meðlimir verkalýðshreyfingarinnar Svíþjóðardemókrata.
Sænskum launþegum líkar heldur ekki við Umhverfisflokkinn, sem fær einungis 2 % í ár eins og árið 2018. Sósíaldemókratar eru enn stærsti flokkurinn með 42 % fylgi meðal félagsmanna LO árið 2022 samkvæmt SVT.
Flótti launþega frá sósíaldemókrötum og öðrum flokkum til Svíþjóðardemókrata staðfestir þann þjóðfélagslega grundvöll, sem Svíþjóðardemókratar eru að fá út um allt land. Til dæmis í Norður – Svíþjóð, þar sem fylgi krata hefur verið rótgróið í aldanna rás, hefur grundvöllur krataflokksins riðlast og fylgi Svíþjóðardemókrata stóraukist á kostnað jafnaðarmanna.