
Könnun hefur leitt í ljós, að 77% Frakka telja ríkisstjórn Emmanuel Macron forseta hafa glatað stjórn á fólksinnflutningnum, þar á meðal meirihluti eigin kjósenda Macron. Könnunin, sem gerð var af CSA stofnuninni og birt s.l. miðvikudag, segir að 77% Frakka telji, að stjórnvöldum hafi mistekist í innflytjendamálum, segir í frétt CNews.
61% eigin flokksmanna Macron sega stefnu hans gjörsamlega misheppnaða
Skipt á stjórnmálaflokka þá segja 61% þeirra, sem kjósa flokk Macron, Renaissance, áður La République En Marche!, að ríkisstjórn hans hafi mistekist. Meðal hægri flokka, Repúblikana, National Rally og Reconquest, segja 92-100%, að ríkisstjórnin hafi enga stjórn á fólksinnflutningunum. Skoðanakönnunin kemur í kjölfar þess, að Frakkland leyfði farandfólksskipinu Ocean Viking að leggjast að bryggju í borginni Toulon, eftir að ítalska ríkisstjórnin undir forystu Giorgia Meloni forsætisráðherra neitaði skipinu aðgengi að ítölskum höfnum.
Fyrr í vikunni tilkynnti franski innanríkisráðherrann Gérald Darmanin, að nokkrir farandverkamannanna sem komu um borð í skipið hefðu þegar verið fluttir til Malí – sem þýðir að þeir voru augljóslega ekki lögmætir flóttamenn. Hann gagnrýndi ítölsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki leyft skipinu að leggjast að bryggju á Ítalíu. Jafnframt reyndi Darmanin að grafa undan frönskum íhaldsmönnum sem sögðu, að Macron-stjórnin hefði átt að sýna sömu viðbrögð og Meloni:
„Það er ekki framkvæmdastjórinn sem tók vel á móti bátnum, það er mannúð okkar. Ég er mjög hissa á varaþingmönnum sem kalla sig þjóðernissinnaða eða þjóðrækna að vera að ráðast á ríkisstjórnina frekar en ítalska vini sína, sem gerir þá á endanum að alþjóðasinnum.“
Færri en ein af hverjum tíu brottvísunum framkvæmdar
Brottvísanir hafa verið í umræðunni í Frakklandi undanfarnar vikur og hafa franskir fjölmiðlar bent á, að færri en ein af hverjum tíu brottvísunum hafi í raun verið framkvæmdar árið 2020 og fyrri hluta ársins 2021. Áður en kórónufaraldurinn kom var fjöldi brottvísana sem framkvæmdar voru betri eða 12% árin 2018 og 2019.
Darmanin innanríkisráðherra hefur lagt til að beitt verði harðari aðgerðum gegn þeim, sem eru með brottvísunarúrskurð, til dæmis að setja ólöglega einstaklinga með brottvísunarúrskurð á lista yfir eftirlýsta glæpamenn og afturkalla félagslegar bætur þeirra.