Site icon Útvarp Saga

79% Frakka telja að íslamisminn hafi lýst yfir stríði á hendur frönsku þjóðinni og gegn lýðveldinu

Miklar stuðningsaðgerðir, fundarhöld og göngur hafa verið í Frakklandi eftir hryllilegt morð á kennaranum Samuel Paty

Eftir hið hrottalega ódæði þegar kennarinn Samuel Paty var afhöfðaður í París og allar þær tilfinningar og umræður og aðgerðir í kjölfarið gerði Ifop könnun á vegum CNews og Sud Radio um afstöðu fólks til öfga íslamismans og hryðjuverka. 1002 einstaklingar 18 ára og eldri voru spurðir á netinu dagana 20. – 21. október.

89% aðspurðra telja hættu á hryðjuverkum mikla, þar af telja 38% ógnina vera mjög mikla og hefur fjölgað mjög í þeim hópi samanborið við mánuðinn á undan. 87% Frakka telja aðskilnaðarstefnu (kirkju og ríkis) vera í uppnámi og 79% telja íslamismann hafa lýst yfir stríði á hendur þjóðinni og lýðveldinu.

Marine Le Pen nýtur mest traust til að leiða baráttuna gegn íslamismanum

Sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mest trausts til að berjast gegn íslamismanum er Marin Le Pen með 44%, ríkisstjórnin nýtur 40% trausts í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og forsetinn og forsætisráðherrann fylgja á eftir með 37%. 78% Frakka telja það rétt að kennarar sýni nemendum grínmyndir eða hæðist að trúarbrögðum til að kenna birtingarform tjáningarfrelsis. 24% þeirra telja að kennararnir fái ekki nægjanlegan stuðning þegar mál koma upp í kennslustofunni eins og í dæmi Samuel Paty.

76% eru sammála tillögu innanríkisráðherrans að leggja niður CCIF (samband gegn íslamafóbíu í Frakklandi).

70% Frakka telja landið ekki geta tekið á móti fleiri innflytjendum

Um þrír fjórðu hlutar telja kostnað vegna innflytjenda vera hærri en hvað innflytjendur standa sjálfir undir og sjö af hverjum 10 telja Frakkland ekki lengur geta boðið innflytjendur velkomna. 64% telja afleiðingar alls innflutnings neikvæðan fyrir opinbert líf í landinu.

60% segja að ekki sé hægt að taka á móti fleirum innflytjendum vegna ólíkra lífssjónarmiða, gild og aðlögunarvandamála. Svipað margir segja óheftan fólksinnflutning virka neikvætt á samheldni franska þjóðfélagsins og þjóðarsálina og 61% sjá neikvæða þróun í málefnum ríkis og trúarbragða, þar sem margir innflytjendur bera enga virðingu fyrir þeirri reglu. Tveir þriðjuhlutar Frakka telja allan fólksinnflutninginn hafa neikvæðar afleiðingar á öryggi og glæpi og yfir helming Frakka telur að hættan aukist á hryðjuverkastarfsemi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla