8 af 10 Bandaríkjamönnum telja landið „stjórnlaust“

Nú þegar rúm vika er til kjördags sýna nýjar skoðanakannanir að valdatími demókrata er á enda í þinginu. Ný könnun CBS sýnir, að 79 % Bandaríkjamanna telja að landið sé „stjórnlaust“ og aðeins 21 % segja að hlutirnir séu „undir stjórn“. Skoðanakönnunin sýnir einnig að mikill hluti sjálfstæðismanna hafa farið til repúblikana undanfarnar tvær vikur.

Samkvæmt nýrri kosningaspá CBS hafa Repúblikanar 15 þingsæta meirihluta í fulltrúadeildinni. Þetta var ein hugsanleg útkoma af þremur sem allar sýndu að repúblikanar ynnu kosningarnar.

Skoðanir á stefnu landsins og stöðu efnahagsmála næstum jafn slæmar

  • 73 % telja að hlutirnir gangi „illa“ í Bandaríkjunum (42 % segja mjög illa), aðeins 26 % segja að allt gangi vel (6 % segja mjög vel)
  • 69 % segja efnahagsástandið vera „slæmt“ (40 % mjög slæmt) en 27 % segja efnahagsástandið vera „gott“ (7 % segja mjög gott)
  • 56% hafna Joe Biden, 44% eru honum sammála (22 % eru eindregið sammála, 44 % hafna Biden alfarið)
  • Óháðir leggjast á sveif með repúblikönum sbr. tístið hér að neðan

Að tæma varaolíuforðann er óvinsælt

Könnunin tók yfir mörg efni. Eitt svar sem stóð upp úr var, að Biden-stjórnin gæti ekki keypt pólitískt fylgi með því að tæma varaolíusjóðinn til að lækka bensínverðið. Aðeins 11 % styðja Biden og demókrata vegna hækkunar á gasverði en 52 % kenna demókrötum um verðið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila