Site icon Útvarp Saga

90% þeirra sem deyja í covid í Svíþjóð eru bólusettir

Flestir þeirra sem deyja í covid í dag eru þegar bólusettir eða allt að 90% segir í nýrri skýrslu sænsku Lýðheilsunnar.

Hlutfall bólusettra sem deyja í covid eykst stöðugt

Meira en 9 af hverjum 10 sem deyja af völdum covid-19 í Svíþjóð í dag hafa verið bólusettir gegn covid-19 segir í nýjustu vikuskýrslu sænsku Lýðheilsunnar.

Swebbtv segir frá og hefur áður greint frá því hvernig mjög mikill meirihluti þeirra sem deyja af völdum covid-19 í Svíþjóð eru bólusettir.

Nú hefur þeim fjölgað enn meira.

Samkvæmt nýjustu vikuskýrslu sænsku Lýðheilsunnar, sem birt var í vikunni, eru yfir 90 prósent þeirra sem deyja í covid þegar bólusettir.

Í skýrslunni segir:

„Hingað til hafa 117 staðfest dánartilfelli verið tilkynnt í vikunni 4.-10. apríl (vika 14), þar af voru 11 án bólusetningar.“

Rúmlega 9 prósent þeirra, sem deyja af völdum covid, hafa þannig ekki látið „bólusetja“ sig.

Síðustu þrjár vikurnar þar á undan voru 156 dauðsföll að meðaltali á viku, þar af voru að meðaltali 17 óbólusettir, sem samsvarar tæpum 11%.

Einnig meðal þeirra, sem fá gjörgæslu, eru „bólusettir“ í yfirgnæfandi meirihluta.

Ennfremur segir í skýrslunni:

„Á síðustu fjórum vikum (vikur 13-16) hefur verið tilkynnt um 72 nýja gjörgæslusjúklinga með staðfest covid-19, þar af voru 18 óbólusettir.“

Eftirfarandi graf er sótt í skýrslu Lýðheilsunnar og íslenskir textar settir í stað sænskra:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla