Á hinni árlegu AZK ráðstefnu sem er ráðstefna þar sem farið er yfir uppljóstranir og er haldin meðal annars af þýsku sjónvarpsstöðinni KlaTv hélt einn stofnenda KlaTV, Ivo Sasek þrumuræðu um djúpríkið og alþjóðaöflin sem vilja stjórna heiminum með því meðal annars að koma á einni heimsstjórn.
Sagði Sasek í ræðu sinni að stærstu fjölmiðlaveldin í heiminum væru í höndum fárra afla sem stjórni upplýsingum á heimsvísu. Hann benti á að eina lausnin sé að þjóðirnar sjálfar taki höndum saman til að frelsa sig undan áhrifum þessara afla. Að hans mati verði það þó ekki mögulegt nema fólk sé meðvitað um alvarleika málsins og hvernig eigi að takast á við þessi öfl.
Andlegur styrkur nauðsynlegur
Hann ítrekaði að þjóðirnar þurfi að vakna til vitundar um þessa ógn og að það sé hlutverk uppljóstrara að deila þessum upplýsingum til að vekja almenning. Sasek sagði einnig að andlegur styrkur, kærleikur og eining meðal fólksins sé nauðsynlegt verkfæri til að sigra illu öflin.
Hann lagði áherslu á að hver einstaklingur þurfi að leggja sitt af mörkum til að verða burðarmaður sannleikans og bera hann áfram til annarra.
Varar við sundrungu
Hann varaði við sundrung meðal þeirra sem vilji breytingar og sagði að slíkt gleðji aðeins ill öfl sem stjórni einmitt með sundrungu. Sasek kallaði eftir því að allir sem deili sýn hans taki virkan þátt í dreifingu upplýsinga og sameinist í baráttunni gegn þeim öflum sem vilji halda mannkyninu í myrkrinu.
Sasek lauk ræðu sinni með að hvetja fólk til þess að rara í hlutverk burðarmanns guðlegs valds og sannleikans til að þjóðir heimsins geti loksins vaknað og tekið þátt í að skapa nýjan og betri heim.
Hér að neðan má sjá myndband af ræðunni en ef myndbandið birtist ekki í vafranum má smella hér til þess að horfa á það.