No borders, aðgerðarsinnar og Palestínumenn hindra lögreglu í að komast frá lögreglustöðinni við Hlemm

Nokkur hópur fólks sem samanstendur af samtökunum No borders, íslenskum aðgerðarsinnum og Palestínumönnum sem hér hafa dvalarleyfi standa nú við útkeyrslu lögreglustöðvarinnar við hlemm þar sem hópurinn freistar þess að hindra lögreglu í að erlend hjón og fullorðinn son þeirra úr landi.

Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd og hefur verið gert að yfirgefa landið og því ákvað hópur aðgerðarsinna og Palestínumanna að reyna að hindra lögreglu við skyldustörf með því að loka fyrir útkeyrslu lögreglustöðvarinnar. Þung viðurlög geta verið við því að hindra störf lögreglu með þessum hætti. Til stóð að flytja hjónin á Hólmsheiði í nótt þar til þau verða flutt úr landi á morgun.

Hópurinn segir að um mótmælaaðgerð sé að ræða við lögreglustöðina en hún hófst í kjölfar mótmælagöngu sem skipulögð var með skömmum fyrirvara.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila