Aðsend grein: ESB-lög æðri íslenskum?

Samtökin Frjáls land skrifa:

Evrópusambandið vill að Alþingi samþykki allsherjarreglu sem segir að verði árekstur milli EES-reglna og landslaga „-skuldbindur Ísland sig til þess að setja lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum“ https://www.frjalstland.is/2020/10/15/esb-log-aedri-islenskum-logum/.

Núverandi ríkisstjórn, sem obbi landsmanna styður ekki, virðist nú ætla að láta Alþingi samþykkja þetta (bókun 35 við EES) svo lítið beri á https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2305649/. Samþykktin yrði stjórnarskrárbrot og mundi í raun gera EES-samninginn marklaust plagg.

Stjórnvöld Íslands hafa mótmælt og jafnvel tekist að tefja sum skaðlegustu valdahrifs ESB, sem ESA sér um að nöldra um, þó Alþingi hafi oftast samþykkt EES-lögin möglunarlaust og án faglegs mats. Og Stjórnarráðið hefur gefið út óbreyttar þýðingar á EES-reglugerðum án gilds mats. Frjálst land spurðist fyrir um kröfu ESB um að ESB-fyrirtæki sitji við sama borð og íslensk fyrirtæki við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og svöruðu íslensk stjórnvöld þannig:

„Við skoðun málsins hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að  þjónustutilskipunin eigi við um raforkuframleiðslu. Íslensk stjórnvöld hafa því ákveðið að fresta fyrirhuguðum lagabreytingum uns betri vissa er fengin fyrir því hvaða þjóðrétarlegu skuldbindingar hvíla á íslenska ríkinu að þessu leyti. Frumvarpið sem vísað er til í þingmálaskrá verður því ekki lagt fram á Alþingi á þesum vetri“ (en meiningin hafði verið veturinn 2020 að setja í íslensk lög jafnt aðgengi ESB-fyrirtækja og íslenskra að jarðvarma og fallvötnum landsins) https://www.frjalstland.is/2020/04/10/svar-forsaetisraduneytis-vid-fyrirspurn-um-uthlutun-nytingarrettar-orkuaudlinda/

Ætli núverandi forsvarsmenn Íslendinga viti hvaða valdi hefur verið afsalað til útlanda?

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila