Aðstandendur alzheimersjúklinga oft undir gríðarlegu álagi

Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna .

Álag á aðstandendur þeirra sem greinast með alzheimer er oft svo mikið að aðstandendur hreinlega kikna undan álaginu og veikjast. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilborgar Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Vilborg segir að ekkert skorti upp á umönnun þeirra sem greinast með sjúkdóminn heldur sé frekar skortur á úrræðum sem sé helsti vandi aðstandenda, “sumir eru jafnvel í þeirri stöðu að geta aldrei vikið frá sjúklingnum og þá er það bara dagdvölin sem veitir aðstandendum þann tíma sem þeir þurfa til að hugsa um sjálfa sig. ” það er mikilvægt að samfélagið sé meðvitað um þessi mál, sjúklingar mæta oft skilningsleysi gagnvart þessum sjúkdómi, ef viðkomandi hegðar sér til dæmis á einhvern háttsem kannski telst ekki sæmilegt er mikilvægt að muna að það er sjúkdómurinn sem veldur því en að þetta sé ekki einstaklingurinn í raun og veru“,segir Vilborg. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila