Aðstoðar konur við að bæta líf sitt

Linda Pétursdóttir master lífsþjálfi og BA í hagfræði, heimsspeki og stjórnmálafræði og fyrrum alheimsfegurðardrottning hefur undanfarin ár helgað sig því að efla konur, aðstoða þær við að bæta líkamsbyggingu, lækka þyngd og bæta sjálfsálit þeirra. Nú stendur Linda fyrir nýju námsskeiði sem fer fram í gegnum netið og nefnist LMLP eða (lífið með Lindu Pé). Linda var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag þar sem hún ræddi meðal annars um námsskeiðið og líkamlega og andlega heilsu kvenna.

Linda segir að í gegnum tíðina hafi hún prófað sjálf prufað ýmislegt eins og æfingar, megrunarkúra og fleira en eftir að hún hafi lært þessa lífsþjálfun hafi hún hugsað með sér að þetta væri eitthvað sem kynna þyrfti fyrir íslenskum konum.

Markmið námsskeiðsins er að hjálpa konum að styrkja sjálfsmyndina og fá meiri trú á sjálfri sér. Hún segir það hafa komið sér á óvart hvað konur eru almennt í miklu sjálfsniðurrifi. Það birtist meðal annars á þann hátt að þær setji sig oftast í annað sætið og láta allt annað ganga fyrir og það komi niður á liðan þeirra og þar með líkamlegri heilsu.

Hún segir að sem dæmi að þegar konur hafi það sem ákveðið markmið að vera í öðru sætinu séu litlar líkur á að þær fari einhvern tíma úr því hlutverki. Um sé að ræða fyrst og fremst hugarfarslegan vanda sem vel sé hægt að breyta til hins betra og er námsskeiðið sniðið að því.

Hún nefnir sem dæmi að ef kona hugsi að ríkt fólk sé allt vont þá séu litlar líkur á því að konan verði nokkurn tíma auðug því hugurinn segi að hún vilji ekki verða vond eins og ríkt fólk og stefni því ekki að því markmiði.

Linda segir að aðferðin sem hún kenni sé nokkuð byltingarkennd til dæmis þegar kemur að því að vinna með þyngdartap. Hún leggi til dæmis ekki áherslu á að konur telji ofan í sig kaloríur eða skeri niður mat heldur sé hún að vinna með hugsunina og eru dæmi um að konur sem hafi í áraraðir reynt hina ýmsu megrunarkúra hafi misst tugi kílóa eingöngu með því að vinna með þessa aðferð.

„málið er að það eru tilfinningarnar sem eru á bak við allt sem við gerum og með því að vinna með tilfinningarnar þá getum við til dæmis komið því til leiðar að fólk léttist, þannig ég kafa svolítið í orsökina þegar kemur að þyngdinni og reyni að finna hvað það er sem fær fólk til þess að borða mikið eða óreglulega“ segir Linda.

Rétt er að geta þess að til þess að komast á næsta námsskeið hjá Lindu þarf að hafa hraðar hendur því það þarf að skrá sig fyrir næstkomandi mánudag en hægt er að bóka með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila