Ætluðu að sprengja fullsetta kirkju í loftið í Svíþjóð

Hryðjuverkabræðurnir: Ahmad K. 24 ára och Anas K. 28 ára áformuðu hryðjuverk í sænskri kirkju.

Tveir sýrlenskir ​​bræður eru í haldi í Þýskalandi eftir að upp komst um fyrirætlun þeirra að myrða fólk í sprengjuárás á ótilgreinda kirkju í Svíþjóð. Aðdragandi fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar eru Kóranabrennur í Svíþjóð, að sögn TT.

Þýska Die Welt greinir frá því, að tveir sýrlenskir ​​bræður, 24 og 28 ára gamlir, hafi verið handteknir grunaðir um hryðjuverkaáform gegn Svíþjóð. Bræðurnir eru sagðir hafa skipulagt sprengjuárás íslamista gegn sænskri kirkju. Yngri bróðirinn er sagður hafa lofað að fremja hryðjuverkaárásina ásamt eldri bróður sínum, skrifar þýska blaðið. Bræðurnir eru „róttækir íslamistar“ og átti verknaðurinn að fara fram með „heimagerðum sprengjubeltum“ – þegar gestir voru í kirkjunni.

Mikið fjallað um kóranabrennurnar í þýskum fjölmiðlum

Talið er að hinar umdeildu Kóranabrennur í Svíþjóð séu ástæðan, segir í frétt TT. Yfirsaksóknari, Liddy Oechtering, segir við TT:

„Það sem ég get sagt, er að það virðist eitthvað að hafa að gera með Kóranabrennur sem hafa átt sér stað í Svíþjóð og mikið hefur verið fjallað um í þýskum fjölmiðlum.“

Bræðurnir hafa búið í Þýskalandi í nokkur ár. Nákvæmlega í hvaða kirkja átti að fremja ódæðið er óljóst. Die Welt skrifar, að þökk sé upplýsingum frá „erlendri leyniþjónustu“ hafi verið hægt að koma í veg fyrir þessa fyrirhugaðu hryðjuverkaárás.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila