Ættardeila Ásmundar Einars: Eins og skilaboð frá mafíunni – Myndbandið sem hvarf

Systurnar þrjár sem haldið hafa úti podcast þáttunum Lömbin þagna ekki þar sem ættardeilur fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar um jörðina Lambeyrar í Dölunum eru raktar hafa nú birt sjöunda þáttinn í seríunni. Í þættinum er sagt meðal annars frá því að leigjendur sem leigðu íbúðarhúsið á Nýju Lambeyrum fundu högl úr haglaskoti í póstkassanum á Nýju Lambeyrum. Þegar ítölsk kona sem starfar með einni systurinni heyrði af málinu lét hún þau ummæli falla að þetta væru líkt og skilaboð frá mafíunni.

„Í þættinum minnumst við á það hvernig Ásmundur stundaði það að viljandi opna hlið að túnum Lambeyra, og skilja þau eftir opin, svo að kindurnar myndu komast inn á túnið, og heyuppskera yrði minni. Aðalefni þáttarins er þó frásögn Söndru Sjafnar af myndbandinu sem að var óvart tekið af Ásmundi og vini hans Ámunda, þar sem þeir töluðu kynferðislega og niðrandi um unga körfuboltakonu sem að var í þeirra umsjá. Okkur finnst þetta mál vera mjög lýsandi um það hvernig Ásmundur Einar Daðason hagar sér þegar hann er í valdastöðu og/eða forréttindastöðu gagnvart öðru fólki. “ segja systurnar. (Sjá má tengt efni með því að smella hér)

Systurnar segja að þær hafi vitað af málinu í nokkur ár, frá annarri heimild en Söndru, en Söndru segjast systurnar ekki þekkja heldur hafi þær einungis talað við hana nýlega eftir birtingu færslunnar.

„En vegna þess að við höfum ekki séð þetta myndband sjálfar fannst okkur við ekki geta komið fram með þetta mál, frekar en önnur mál sem við höfum einungis frásagnir annarra af.“

Í þættinum benda systurnar á að Sandra hafi séð myndbandið sjálf, og segi frá sinni eigin upplifun. Þar að auki hafi körfuboltakonan og sagt frá atburðarrásinni og því að þeir Ásmundur og Ámundi hafi beðið hana að eyða myndbandinu.

„Það að kalla þetta kjaftasögu eins og Ásmundur gerir í samtali við Mannlíf er því einfaldlega ekki satt.“segja systurnar.

Þá segja þær að þeim finnist athugavert að Ásmundur og Ámundi fari í heimsókn til körfuboltakonu þegar illa gengur í leik, gagngert til þess að níða hana niður, og að Ásmundur geri engar athugasemdir við andstyggilegt tal Ámunda til hennar. Þá benda þær á að Ásmundur hafi ekki ennþá svarað fyrir þessa heimsókn, enda stundi hann það að láta ekki ná í sig í erfiðum málum.

Hlusta má á þátt þeirra systra hér fyrir neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila