Af hverju deyja svona margar ófrískar konur í covid-19 í Brasilíu?

Andlát þungaðra kvenna í Braselíu slær óhug í marga. Ef heppnin er með verður barninu bjargað bæði frá dauða móðurinnar og að smitast av covid. (Skjáskot BBC)

Margir fjölmiðlar gera að umtalsefni hvers vegna svo margar ófrískar konur deyja í kjölfar covid-19 í Brasilíu. Samkvæmt Wall Street Journal deyja yfir hundrað barnshafandi konur úr Covid-19 í hverjum mánuði í Brasilíu, sem er helmingi hærra hlutfall en í fyrra skv. tölum stjórnvalda. Talið er að svo kallalð P1 afbrigði veirunnar, ​​sem fyrst kom fram í Amazon sé ástæðan svo og yfirfull sjúkrahús með covid-sjúklingum. Fimmta hver kona, sem dáið hefur úr veirunni, hafði ekki aðgang að gjörgæslu og þriðja hver kona engan aðgang að súrefni. Vel yfir hálf milljón manns hafa dáið úr covid og minna en helmingur íbúanna er bólusettur.

BBC hefur gert sérstakan þátt um málið sjá myndbandið hér að neðan eða með því að smella hér.

Sky News í Ástralíu hefur einnig gert grein fyrir þessu sérstaka máli með þunguðu konurnar í Braselíu. Hér að neðan saxað úr grein Wall Street Journal um málið.

Þugngaðar konur í Brasilíu í mestri hættu

Taíssa Souza, auglýsingastjóri, átti ekki að fæða barn fyrr en í apríl. En í febrúar veiktist hún svo illa af Covid-19, að hún átti erfitt með að anda og læknarnir neyddust til að taka barn hennar út, sem þrýsti á sjúk lungu hennar. Það var of seint. Souza, sem áður var heilbrigð 30 ára gömul kona, dó þremur vikum eftir keisaraskurðinn. Hún fékk aldrei að kveðja 4 ára son sinn eða halda á nýfæddu barninu, sem var tekið út af ótta við, að hún myndi smita barnið.

„Hún var svo ung, ég skil þetta ekki“ segir eiginmaður hennar, Victor Silva, herlögreglumaður frá strandaborginni sem lenti svo illa í faraldrinum. „Núna munu synir okkar alast upp án ástúðar og verndar móður.“

Að minnsta kosti 1.000 barnshafandi konur hafa látist úr fylgikvillum sem tengjast Covid-19 í Bandaríkjunum skv. mati Pan American Health Organization (PAHO), sem byggist á gögnum frá 24 löndum. Þungaðar konur í Brasilíu eru í mestri hættu á að deyja úr sjúkdómnum á svæðinu, segir þar.

„Meðganga og umönnun nýfæddra barna hefur raskast í næstum helmingi ríkja Bandaríkjanna og eftirlifandi og nýbakaðar mæður hafa verið í hættu“ segir Carissa F. Etienne, forstöðumaður PAHO, í fréttatilkynningu og varar við því, að heimsfaraldurinn geti þurrkað út meira en tveggja áratuga framfarir varðandi mæðradauða á svæðinu.

Hundruð barna tilneydd í ótímabæra fæðingu

A.m.k. 579 börn yngri en eins árs hafa látist úr Covid-19 í Brasilíu síðan heimsfaraldurinn hófst. Hundruð barna eru neydd í ótímabæra fæðingu til að bjarga veikum mæðrum sínum. Önnur deyja súrefnissvelt í móðurkviði, þegar mæður þeirra kippa eftir andanum eða smitast af sjúkdómnum og deyja á fyrstu mánuðum lífsins. Samanburðargögn frá öðrum löndum eru af skornum skammti en dánartíðni mæðra og ungbarna í Brasilíu af völdum sjúkdómsins er mun hærra en í mörgum öðrum löndum t.d. Bandaríkjunum að sögn vísindamanna.

Rannsóknir víða um heim sýna, að þungaðar konur eru í meiri hættu vegna Covid-19. Stór rannsókn Smitsjúkdómastofnunarinnar á síðasta ári leiddi í ljós, að þungaðar konur voru 70% líklegri til að deyja en konur á sama aldri sem voru ekki ófrískar. Þegar barn vex, ýtir það við þind móðurinnar og bætir álagi á lungu hennar. Hlutar ónæmiskerfisins eru einnig niðri svo líkaminn hafni ekki vaxandi fóstri.

Nýja P1 afbrigðið er enn áhættusamari fyrir barnshafandi konur í Brasilíu að sögn vísindamanna. Rannsóknir sýna að stofninn er allt að 2,2 sinnum smitsamari en fyrri útgáfur og hugsanlega banvænni en vísindamenn eru enn að rannsaka afbrigðið. „Það sem er að gerast í Brasilíu veldur miklum áhyggjum“ segir Neel Shah, fæðingarlæknir og lektor við læknadeild Harvard. „Ég get aðeins ímyndað mér hver óttinn verður, þegar ríkisstjórnin segir að alda sem virðist hafa meiri afleiðingar fyrir ófrískar konur en áður.“


Yfir 550 þúsund hafa dáið í Covid – yfir 2.000 manns deyja á sólarhring – einungis 10% fullbólusett

Enn er tilkynnt um 66.000 ný covid-smit daglega í Brasilíu, sem er meira en í allri Evrópa – og um 80% meira en á Indlandi miðað við höfðatölu. Yfir 550.000 Brasilíumenn hafa látist af völdum sjúkdómsins fram að þessu. Fatima Marinho, sóttvarnalæknir hjá heilsusamtökunum Vital Strategies, segir að veruleiki brasilískra mæðra og nýfæddra barna þeirra gæti verið mun verri en opinberar tölur gefa til kynna. Veiran gæti hafa grandað lífi allt að 1.600 barna auk 1.300 barnshafandi og fæðandi mæðra í Brasilíu ef tillit er tekið til dauðsfalla vegna ógreindra öndunarfærasjúkdóma sem geta einnig verið af völdum Covid-19.

„Þetta er allt svo sársaukafullt“ sefir Francisca Rosângela en sonarsonur hennar lést í Covid-19 í São Paulo fylki aðeins 17 daga gamall eftir að hafa smitast af móður sinni. „Við vitum ekki hvernig þetta gerðist, hvernig þau smituðust“ skrifar hún á Facebook. „Við gerðum allt til að vernda hana og barnið.“

Í Brasilíu deyja um 2.000 manns á dag úr Covid-19 og einungis 19% íbúanna eru fullbólusettir og um 50% hafa fengið fyrstu sprautu. Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu hvetur hjón til að fresta barneignum þar til versta covid-fárið er yfirstaðið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila