Af skærum skæruliða í Samherjadeilum

Eftir Hall Hallson:

Ef rétt er hjá Páli bloggara Vilhjálmssyni þá er stuldur síma Páls skipstjóra Steingrímssonar alvarlegasta mál í sögu íslenskrar blaðamennsku … ekki bara það, einn sá alvarlegasta í sögu evrópskrar blaðamennsku & miklu alvarlegra en mál News of the World eins söluhæsta fréttablaðs veraldar fyrir áratug. Blaða- & fréttamenn RÚV, Stundarinnar & Kjarnans hafa réttarstöður sakborninga kallaðir fyrir lögreglu, samanber áhugavert blogg & viðtal í Bíti Bylgjunnar.

Maður var fluttur milli heims & helju suður vart hugað líf eftir að hafa drukkið bjór í Eyjafirði … síma hans stolið, hakkaður og afritaður. Skömmu síðar samstilltu Stundin & Kjarninn fréttir unnar upp úr síma skipstjórans. Var eitrað fyrir Páli skipstjóra inn í Eyjafirði? Tengjast brotthvörf Rakelar Þorbergsdóttur fréttastjóra, Aðalsteins Alla Kjartanssonar & Helga Seljan þessu máli? Hver fer af RÚV yfir á Stundina ótilneyddur? … jafnvel þó RÚV hljómi eins & rop úr iðrum. Hvers vegna er Þóra Arnórsdóttir á RÚV & Kveik með stöðu sakbornings? Var plottinu stýrt frá RÚV í Efstaleiti, líkt & Páll fullyrðir? Hausar hafa fokið svo mikið gengur á.

Hver er staða Stefáns Eiríkssonar útvarpstjóra? Af hverju reynir gamli lögreglustjórinn á Efstaleiti að þagga umræðu og hylja slóð? Af hverju segir RÚV ekki umbúðalaust frá því sem á gengur en hylur með hálfsannleika & lygi. Finnst formanni Blaðamannafélags Íslands – starfsmanni RÚV – í lagi að fólk sé flutt landshluta á milli vart hugað líf eftir alvarlega eitrun, síma stolið, hakkaður, afritaður & fréttir samstilltar? Finnst blaðamönnum það almennt í lagi?

Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum er líkt og gutti staðinn að óknytt þegar hann segist vera með stöðu sakbornings fyrir að flytja fréttir. Er maðurinn bara kjáni eða algerlega gersamlega liðónýtur blaðamaður? Finnst Dodda bara allt í lagi að vera með afrit úr síma manns sem lá milli heims & helju á sjúkrahúsi? Bara allt í lagi?

Hverjir eru skæruliðar í málinu?

Í Kastljósi RÚV boðar Píratinn Þórhildur Sunna að fara til Mannréttindadómstóls Evrópu með málið sem hún kallar … atlögu lögreglu gegn blaðamönnum útaf einhverjum síma og einhverjum skipstjóraHversu kaldranalega er að orði komist? Hvað varðar Pírata um líf & heilsu manns sem sætt hefur árás?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ber fram spurningar, þar á meðal: af hverju öll stóryrðin áður en lögreglan spyr fyrstu spurningar við rannsókn málsins? Við gerum öll kröfu til þess að hér á landi séu allir jafnir fyrir lögunum. Má gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka? Fyrir vikið er eiturörvum beint að BjarnaBen. Af hverju?

News of the World eitt helsta fréttablað Bretlands hrundi fyrir áratug eftir að blaðamenn hökkuðu sig inn í síma óbreyttra borgara … Þann 7. júlí 2011 voru Andy Coulson ritstjóri & Clive Goodman blaðamaður handteknir. Goodman var svo dæmdur í fangelsi. Alls voru um 10 manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu. Þann 10. júlí 2011 kom út síðasta tölublað News of the World sem sagði við 7.5 milljón lesendur sína eftir 168 ára sögu: …  Thank you & goodbye

Deila