Það er áhyggjuefni fyrir íslenskar iðngreinar hvernig erlendar stofnanir geti haft áhrif á íslenskt menntakerfi þegar kemur að viðurkenningu á erlendum meistararéttindum. Þetta segja þeir Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands Bakarameistara og Böðvar Ingi Guðbjartsson formaður landssambands Pípulagningameistara sem voru gestir Valgerðar Jónsdóttur í Menntaspjallinu. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Stofnunin Enic-Naric metur erlend menntunargögn
Benda þeir Böðvar og Sigurður á áhrif nýrrar stofnunar, Enic-Naric, sem hafi með höndum mat á erlendum menntunargögnum á Íslandi, og hvernig hún gæti haft áhrif á staðbundið menntakerfi, sérstaklega varðandi viðurkenningu erlendra meistararéttinda. Þessi stofnun, sem starfar í tengslum við Háskóla Íslands, hefur vakið áhyggjur meðal fagfélaga iðnaðarmanna og annarra innan menntakerfisins.
Stofnunin á að auðvelda fólki að flytjast á milli landa innan Evrópu
Enic-Naric hefur það hlutverk að auðvelda atvinnufólki að flytjast milli landa innan Evrópu og að tryggja samræmi í menntunarviðmiðum. Hins vegar hafa margir gagnrýnt að stofnunin gæti ekki sinnt hlutverki sínu fullnægjandi varðandi iðngreinar, þar sem sum lönd sem hún vinnur með hafa ekki sambærileg meistaranám og krafist er á Íslandi. Því hafi erlendir aðilar fengið réttindi án þess að uppfylla skilyrðin sem íslensk lög kveða á um.
Pípulagningameistarar hafa gagnrýnt starfsemi Enic-Naric
Íslenskir iðnaðarmenn, meðal annars pípulagningameistarar, hafa gagnrýnt að Enic-Naric hafi ekki samráð við innlendar stofnanir og fagfélög þegar kemur að mati á erlendum réttindum. Þeir telja að þetta skapi hættu á að erlent fólk fái starfsréttindi án þess að hafa fullnægjandi þekkingu og reynslu, sem skapi ósanngjarna samkeppni og ógni gæðum íslenskra fyrirtækja í iðngreinum.
Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að mikilvægt sé að íslenskir nemar og iðnaðarmenn fái sanngjarna meðferð og að kerfið verði ekki útvatnað með því að samþykkja erlenda menntun sem ekki er á pari við íslenskar kröfur.
Það þarf að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum
Í ljósi þessa er hefur verið kallað eftir endurskoðun á því hvernig þessi stofnun vinnur og hvort viðurkenning erlendra menntunarbréfa ætti að lúta strangari skilyrðum, sérstaklega í iðngreinum þar sem mikil þekking og hæfni eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi og gæði í íslensku samfélagi.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan