Ákærur vegna árásarinnar á Bankastræti Club þingfestar

Ákærur á hendur 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastæti Club í nóvember í fyrra voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Einn mannanna er ákærður fyrir tillraun til manndráps og tíu aðrir eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega árás og fjórtán aðrir eru ákærðir vegna hlutdeildar sinnar í árásinni.

Hlutur hvers og eins í árásinni er þó mismikill en rannsókn lögreglu á sínum tíma snerist að mestu leyti um að greina hlutdeild hvers og eins í árásinni en vegna fjölda árásarmanna reyndist það erfitt verk.

Í árásinni voru notaðir hnífar og barefli og þótti kraftaverki næst að ekki hafi hlotist mannsbani af árásinni sem var bæði skyndileg, heiftúðug og ofsafengin. Vitað er að árásin tengist uppgjöri tveggja undirheimahópa en hvers eðlis uppgjörið er vita menn minna um og hefur því verið fleygt fram að það sé til komið sökum afbrýðisemi vegna ástarsambands pilts sem tengist öðrum hópnum við stúlku. Sú skýring hefur hins vegar ekki þótt trúverðug.

Búist er við þungum dómum í málinu verði mennirnir fundnir sekir.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila