Aktívistar í loftslagsmálum eru ekki vísindamenn

Aktívistar sem hafa sig mjög í frammi í loftslagsmálunum eru sjaldnast einhverjir vísindamenn og það einkennir vísindamenn og sérfræðinga mun meiri ró hvað þessi mál varðar en umræðan gefur til kynna. Þetta segir Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haraldur segir að þetta sé vegna þess að það sé ekkert minni óvissa í þessum málaflokki heldur en einfaldlega venulegum veðurspám. Þeir geti ekkert spáð um það hvort hiti muni hækka eða lækka á ákveðnu tímabili og hvað þá um hve margar gráður, þetta sé einfaldlega ekki vitað og þar við sitji. Haraldur segir það vilja sérfræðinga að umræðan sé yfirvegaðri en hún er nú um stundir.

Ekta íslenskt veðurfar

Hann segir að veðrið sem hafi verið að undanförnu á Íslandi gefi ekki vísbendingar um eitthvað óvenjulegt. Veðrið á Íslandi sé rysjótt og það geti komið kuldaköst og hitabylgjur á víxl og það sé í raun aldrei hægt að reikna út sérstaklega að veður verði með einhverjum ákveðnum hætti á ákveðnum árstíma. Nú hafi verið miklir hitar fyrir norðan og austan og vætusamt sunnanlands en nú sé það ástand að komast aftur í sinn eðlilega farveg og þetta sé bara hið týpíska íslenska sumar.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila