Akureyringar hæðast að snjómokstrinum í Reykjavík – Tilraunir til að tala snjóinn af götunum hafa ekki skilað árangri

Eins og flestir vita hefur snjómoksturinn í Reykjavík í vetur gengið upp og ofan og fræg eru viðtölin við borgarfulltrúana sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð og settu saman stýrihópa til að fara yfir málin. Enn bólar þó ekkert á niðurstöðum og nú hefur snjómoksturinn í Reykjavík orðið norðlenskum húmoristum hugleikinn og hafa framtakssamir menn úr þeim hópi sett saman óborganlegt kennslumyndband í snjómokstri þar sem norðanmenn kenna sunnanmönnum réttu handtökin og þá er gerður samanburður á snjómokstri norðan heiða og sunnan, þar kemur meðal annars fram að tilraunir til að tala snjóinn af götum borgarinnar hafi ekki skilað árangri.

Myndbandið má sjá hér að neðan, sjón er sögu ríkari.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila