Alex Jones dæmdur fyrir meiðyrði til að greiða samtals um 50 milljón dollara í skaðabætur til foreldra

Stofnandi Infowars, Alex Jones, var á föstudaginn dæmdur til að greiða 45 milljónir dala í refsibætur til fjölskyldna fórnarlamba í skotárásinni í Sandy Hook 14. desember 2012 þegar hinn 20 ára gamli Adam Lanza hóf skothríð inni í leik- og grunnskóla og drap 27 manns áður en hann framdi sjálfsmorð. Flest fórnarlambanna voru börn á aldrinum 6-7 ára.

Sagði skotárásina sviðsetningu og foreldrana vera leikara

Jones var snemma mjög efins um, hvort skotárásin í Sandy Hook hefði raunverulega átt sér stað. Hann sagði á Infowars, að foreldrar sem tóku þátt í viðtölum og sjónvarpsþáttum gætu verið ráðnir leikarar – frekar en raunverulegir ættingjar alvöru fórnarlamba. Samkvæmt ýmsum stórum fjölmiðlum hélt hann því einnig fram, að „skotárásin í skólanum væri skipulögð sviðssetning andstæðinga byssuleyfa.“

Infowars var bannað fyrir nokkrum árum á öllum helstu samfélagsmiðlum eins og Youtube, Facebook og Spotify en hann náði út til milljóna áheyrenda út um allan heim.

Dómurinn á föstudaginn kemur aðeins einum degi eftir að Alex Jones var dæmdur til að greiða foreldrum Sandy Hook 4,1 milljón dollara í meiðyrðamáli. Lögmaður stefnenda krafðist þess að ærumeiðingar Alex Jones yrðu dregnar til baka.

Er gjaldþrota og getur ekki greitt sektina

Bloomberg Law greinir frá:

Kviðdómur í Texas dæmdi á föstudag Alex Jones að greiða 45,2 milljónir dala í refsibætur til foreldra fórnarlambs í Sandy Hook skotárásinni, degi eftir að honum var gert að greiða 4,1 milljón dala í raunverulegar skaðabætur fyrir að halda því fram að skotárásin í skólanum hafi verið gabb.

Þessir tveir dómar eru samtals tæpar 50 milljónir dala, talsvert undir þeim 150 milljónum sem foreldrarnir Neil Heslin og Scarlett Lewis fóru fram á vegna fullyrðinga stofnenda InfoWars um, að fjöldamorðin í grunnskóla Sandy Hook ár 2012 í Newtown, Connecticut, hafi verið sviðsett. Sex ára gamalt barn þeirra, Jesse Lewis, var drepið í skotárásinni.

Wesley Ball, lögfræðingur stefnenda, sagði í lokaræðu sinni á föstudag:

„Ég er að biðja ykkur um að taka gjallarhornið af Alex Jones og öllum öðrum, sem halda að þeir geti hagnast á ótta og rangfærslum.“

Andino Reynal, lögmaður Jones, bað kviðdómendur að fara aðeins fram á 270.000 dollara í skaðabætur:

„Ég legg til við ykkur að koma með niðurstöðu sem er hlutfallsleg. Þið hefur þegar sent frá ykkur skilaboð. Skilaboð sem er í fyrsta skipti beint til stjórnanda spjallþátta, til allra spjallþáttastjórnenda, um að þeir verða að breyta umönnun sinni.“

Mynd af fórnarllömbum hins hrottalega ódæðis í leik- og grunnskóla Sandy Hook 14. desember 2012.

Viðurkenndi að hafa gert mistök og bað foreldrana afsökunar

Alex Jones sagði meiðyrðamálið ganga á stjórnarskrárbundin réttindi sín. Á fimmtudaginn svaraði hann þannig fyrir sig:

„Ég viðurkenndi, að ég hafði haft rangt fyrir mér. Ég viðurkenndi, að þetta voru mistök. Ég viðurkenndi, að ég fór eftir falsupplýsingum en ég gerði það ekki af ásetningi. Ég bað fjölskyldurnar afsökunar. Og dómnefndin skildi það. Það sem ég gerði þessum fjölskyldum var rangt. En það var ekki ásetningur minn.“

„Þetta er þín sýning“ Þú hefur nú þegar svarið eið að segja sannleikann. Þú hefur nú þegar brotið þann eið tvisvar í dag…. Það virðist fáránlegt að segja þér aftur að þú verðir að segja satt..En hér er ég stödd. Þú verður að segja sannleikann á meðan þú berð vitni“ #AlexJones pic.twitter.com/zMcj9OhbbK

— Cathy Russon (@cathyrusson) 2. ágúst 2022

Lögmaðurinn Mike Cernovich kallar þetta sviksamasta mál sem hann hefur lesið um á ævinni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila