„Sjálfsmorð að ganga með í NATÓ“
„Það er engin góð hugmynd, að Svíþjóð og Finnland verði aðildarríki að NATO. Alls ekki góð hugmynd.“
Þetta fullyrðir fyrrverandi eftirlitsmaður SÞ, Scott Ritter, í nýju viðtali (sjá myndband neðar á síðunni).
Að sögn Ritter, er aðild að NATO eins og að biðja um að að fá að hoppa um borð á Titanic eftir að báturinn rakst á ísjakann. NATO mun ekki ná árangri og aðildarríki þess eru alls ekki eins sameinuð og venjulega er haldið fram í umræðunni, segir hann.
Auk þess mun finnsk aðild þýða að landamæri NATO að Rússlandi munu tvöfaldast, sem Rússar munu ekki samþykkja til lengri tíma litið. Rússnesk stjórnvöld líta á stækkun NATO til austurs sem tilvistarógn.
„Löng landamæri NATO að Rússlandi er martröð“ segir hann og bendir á, að ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands virðast hafa misst hæfileikann að hugsa sjálfstætt.
„Helsinki mun hverfa upp í geislavirku skýi“
Þótt Rússland gerði ekki strax árás á meðan landið byggði upp hernaðargetu sína meðfram landamærunum, þá getur stríð samt áður brotist fljótt út segir Ritter.
„Allar finnskar borgir munu fá kjarnorkuvopnum miðað beint á sig. Ef, til dæmis, það verður stríð við Rússland í Moldóvu, eru Finnar þá tilbúnir til þess að deyja fyrir Transnistria? (Svæði í austurhluta Moldóvu á landamærum Úkraínu sem lýsti yfir sjálfstæði árið 1990). Mig langar að spyrja venjulega Finna í Helsinki: Eruð þið það? Því það munuð þið þurfa að gera. Þið munið deyja, þegar Rúmenía gerir árás, Rússar fara í gagnárás og Bandaríkjamenn senda inn hersveit, sem verður tortímt og Bandaríkin bregðast við með taktískum kjarnorkuvopnum.
Allt klárast fljótt. Helsinki hverfur í geislavirku skýi. Rússar munu beita kjarnorkuvopnum gegn ykkur. Sjálfkrafa. Það skiptir engu máli, að þið eruð Finnland og að þið hafið ekkert með Moldóvu að gera. Af því að þið eruð meðlimir NATO. Það gerir ykkur að skotmarki. Þegar Rússar byrja að ýta á takkana sína, þá verðið þið með í skotmarkinu. Allir Finnar munu deyja.
Allir Finnar munu deyja“ endurtekur Scott Ritter.
„Það besta sem Finnar geta gert er að halda hlutleysinu – til þess að halda lífinu“
Samkvæmt Scott Ritter er þetta óumflýjanleg framtíð:
Það verður ekki betra, það verður bara verra. – Aðild að NATO er sjálfsmorð.“
Scott Ritter heldur því einnig fram, að það sé enginn tilgangur fyrir Finnland að ganga með í NATO. Rússar hafa engan áhuga á Finnlandi og líta ekki á landið sem ógn. Hins vegar munu Rússar gera það ef landið gengur í NATO:
„Eina lausnin er að skapa minni spennu við Rússland, – ekki meiri.
NATO er á niðurleið. Það er hluti af Evrópu, sem getur ekki lengur starfað saman. NATO mun ekki takast að ná árangri. NATO er við það að hrynja. Það besta sem Finnland getur gert er að vera hlutlaus. Til þess að halda lífinu.“