Site icon Útvarp Saga

Allir ósáttir við „nýja“ flóttamannastefnu ESB – mun auka fólksinnflutning til landa eins og Svíþjóðar

Ylva Johansson kommissjóner ESB í flóttamannamálum segir að engin verði ánægður með tillögur sínar eða hugmyndir í flóttamannamálum Evrópusambandsins

Ylva Johansson sænskur krati, sem fékk „hæsta vinninginn“ að verða kommissjóner hjá ESB, sér um málefni flóttamanna og kynnti nýjar tillögur og hugmyndir í vikunni. Hún segir sjálf að „Við munum fá 27 óánægð lönd. Öll aðildarríkin munu segja „að þennan hlut viljum við ekki og þessi hlutur á að vera öðruvísi.“ En það er betra að hafa 27 óánægða sem vilja setjast niður og semja en ef helmingur landanna hefði sagt „þetta er gott“ og hinn helmingurinn sagt eitthvað annað.“

Charlie Weimers hjá Svíþjóðardemókrötum

Tillögurnar eru þykkur doðrantur í einni súpu og hugsað að aðildarríkin fái öll a.m.k. eina skeið. Charlie Weimers hjá Svíþjóðardemókrötum skrifar í Aftonbladet að pakkinn sé í það stóra tekið mistök og það eina sem sé hægt að vera sammála Johansson um – „sé að ekkert virki með núverandi lögum.“ Segir hann það svolítið undarlegt að Svíar sem hafa lengi verið viðvörun annarra í flóttamálefnum hafi verið fengnir til að sjá um einmitt þau málefni.

Telur Weimers upp nokkur nýmæli t.d. að Dyflinnarreglugerðinni sé vísað frá og í staðinn kemur kerfi fjölskyldutengsla í stað „fyrsta örugga lands.“ Það þýðir að ef einhver á ættingja í ríkjum ESB sem hafa fengið landvistarleyfi, þá verða þeir fluttir til sama lands. T.d. ef maður frá Tyrklandi vill flytjast til Svíþjóðar þarf hann aðeins að komast til eyjunnar Lesbos í Grikklandi til að fá far beint til ættingja sinna í Svíþjóð.

Skrifa Weimars að „tillagan mun auka byrði þeirra landa sem þegar hafa tekið á sig miklar byrðar vegna hælisleitenda. Verði tillögurnar samþykktar mun fólksflutningurinn aukast enn frekar til Svíþjóðar.“ Hann segir einnig að verði tillögurnar samþykktar verði málefni hælisleitenda að yfirríkismáli innan ESB þar sem mikið af pakkanum byggi á þvingandi tilskipunum.

„Þegar næsta kreppa hælisleitenda kemur getur framkvæmdastjórnin þvingað kvótaskipti jafnvel til landa sem segjast ekki hafa möguleika á að taka á móti hælisleitendum. Framkvæmdastjórnin mun koma fram við aðildarríkin á sama hátt og sænska ríkið við sveitarfélögin í Svíþjóð.“

Allt er samt ekki alslæmt, t.d. verður byrjað að skrásetja alla hælisleitendur og taka fingraför sem gerir hryðjuverkamönnum og öðrum glæpamönnum erfiðara um vik að fela sig meðal hælisleitenda. Má spyrja sig af hverju slíkt hafi ekki verið gert fyrr en betra er auðvitað seint en aldrei.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla