Allt of mikið BLA-BLA í ESB

„Yfirlýsingar eru endurteknar í langan tíma í Brussel en þeim síðan ekki fylgt eftir með neinum aðgerðum“ segir ungverski forsætisráðherrann Viktor Orbán.

„Evrópusambandið er að glata samkeppnishæfninni og þarfnast meira fólks sem skuldbindur sig af kappi“ sagði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands nýlega samkvæmt ungverskum fjölmiðlum.

Endurtaka hluti sem enginn skilur aftur og aftur

„Það er allt of mikið af „bla-bla“ í ESB-pólitíkinni“ fullyrti Orbán á föstudag eftir fund í Búdapest með Santiago Abascal, leiðtoga spænska hægriflokksins Vox. Orban sagði, að stjórnmálamenn í Brussel endurtaki hluti með merkingu sem „við vitum ekki einu sinni hver er“ aftur og aftur og síðan verður ekkert gert.

Viljum gjarnan sjá hægri beygju

Að sögn ungverska forsætisráðherrans þarf Evrópusambandið að hafa stjórnmálamenn „sem vilja eitthvað, sem enn hafa orku, hollustu og ástríðu.“ Að hans mati ættu þeir sem hugsa á slíkum nótum að vinna saman. Eftir fundinn með Abascal sagði Orbán, að stjórnmálamennirnir tveir hafi verið sammála um að halda áfram samstarfi Spænska Vox-flokksins og hægriflokksins Fidesz undir forystu Orbán.

„Við viljum gjarnan sjá hægri beygju í Evrópu“ er haft eftir Orbán.

Refsiaðgerðirnar geta eyðilagt efnahagslífið í Evrópu

Ungverski leiðtoginn, sem er einn harðasti gagnrýnandinn á stefnu ESB, hefur undanfarið verið á öndverðum meiði við Brussel í ýmsum málum til dæmis varðandi refsiaðgerðirnar gegn Rússum út af Úkraínudeilunni. Orbán hefur lýst aðgerðunum sem „misreiknuðum“ og varað við því að þær gætu eyðilagt efnahag Evrópu í stað þess að neyða Moskvu til að breyta um stefnu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila