Alltaf sólarmegin með Úrvali Útsýn

Það er óhætt að segja að þeir sem vilja vera sólarmegin í lífinu séu stór hluti þeirra viðskiptavina sem leita til Úrvals Útsýnar þegar kemur að því að skipuleggja gott ferðalag erlendis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórunnar Reynisdóttur forstjóra Úrvals Útsýnar í þættinum Fólk og fyrirtæki í gær en hún var gestur Jörundar Guðmundssonar.

Þó Úrval Útsýn sé með marga áfangastaði á sinni könnu má segja að ferðaskrifstofan sé brautryðjandi í Spánarferðum Íslendinga og var meðal annars fyrsti ferðaþjónustuaðilinn til þess að bjóða Íslendingum upp á ferðir til Kanaríeyja.

Á heimasíðu Úrvals Útsýnar má sjá hvað boðið er uppá og er alveg hægt að fullyrða að þar finna allir eitthvað við sitt hæfi því þar má finna meðal annars, sólarlandaferðir, borgarferðir, golfferðir, hópferðir, heilsuferðir og skíðaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Ef fólk er óvant því að ferðast erlendis er betra að að hafa með sér reyndan fararstjóra en hjá Úrvali Útsýn er bæði hægt að velja um ferðir með fararstjóra eða án. Þeir sem kjósa að hafa ekki fararstjóra teljast vera að ferðast á eigin vegum en rétt er að benda á að það getur verið mjög þægilegt í fríinu að hafa fararstjóra sem skipuleggur dagskrá og hefur á sínum snærum allt það sem til þarf til þess að gera fríið sem ánægjulegast.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila