Almannavarnir boða til upplýsingafundar

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar sem haldinn verður í dag, laugardag kl.13:00 í Björgunarmiðtöðinni í Skógarhlíð.

Fram kemur í tilkynningu að fundinum muni stýra Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Þá segir að á fundinum muni Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fara yfir stöðu mála eftir atburði síðustu viku í Grindavík. Þá munu einnig verða á fundinum Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík og Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands

Gert er ráð fyrir að fjölmiðlamenn geti spurt fundarmenn spurninga á fundinum og verður fundinum streymt á Facebook síðu Almannavarna sem sjá má með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila