Almenningur kominn með nóg af leyndinni, spillingunni og agaleysinu sem ríkir innan kerfisins

Almenningur á Íslandi er búinn að fá sig fullsaddan af þeirri leynd, spillingu og agaleysi sem viðgengst innan stofnana kerfisins.  Margvíslegir löggjörningar ráðherra síðasta áratug einkennast af leyndarhyggju og vinavæðingu og klíkuskap. Má þar nefna Íbúðalánasjóð, Lindarhvollsmálið og nú sölu bréfa í Íslandsbanka.   Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í gær en þar fjölluðu Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson um þau helstu mál sem eru í brennidepli þessa dagana.

Arnþrúður segir birtingarmyndina endurspeglast í kosningabaráttu til formanns Sjálfstæðisflokksins.  Fólk sé ekkert endilega óánægt með Bjarna Benediktsson heldur sé það orðið leitt á því að heyra um endalaus spillingarmál sem kalli á endalausar skýrslur og rannsóknir um málin. Skýrslurnar fái jafnvel ekki  að líta dagsins ljós eins og dæmin sanna.  Fólk vilji því breytingar og vilji fá ný andlit í stjórnmálin. Fólk sé komið með uppí kok af þessu og vilji einfaldlega ekki meira af þessu meintu spillingarmálum.

„þetta á ekki að þurfa að koma upp ef vinnubrögð eru eðlileg og það liggur á fjármálaráðherranum núna þetta Íslandsbankamál.  Ekki birtist skýrslan og þetta mál er óeðlilegt og óþægilegt í alla staði fyrir alla landsmenn. Eitt er að selja hlut í banka en af hverju kallar það á svona harða rannsókn um lögmæti aðgerða og þeirrar verkframkvæmdar sem átti sér stað?  Afhverju kallar það á svona mikla tortryggni og af hverju er þetta ekki talið eðlilegt en er jafnvel eitthvað sem stenst ekki lög? þeirri óvissu þarf að eyða með því að birta skýrsluna nógu fljótt“segir Arnþrúður.

Hún segir að með því að tefja málið og þæfa eins og gert hefur verið þá sé ljóst að tími Bjarna sé liðinn í hugum margra, því þetta er jafnvel talið tengjast öðrum málum sem séu lítið sem ekkert betri, þar megi til dæmis nefna Lindarhvolsmálið og Íbúðalánasjóðsmálið. 

„þetta er að koma fyrir aftur og aftur á síðustu misserum, árum og áratug, að það er kallað eftir rannsókn og jafnvel sakamálarannsókn á gjörðum ráðherra sem fólk er að leggja allt sitt traust á og bara vegna verkframkvæmdar og leyndar þá bara segir fólk að það sé ekki lengur hægt að treysta þessu fólki“ segir Arnþrúður 

Óljóst hverjir fengu að kaupa 2000 íbúðir af Íbúðalánasjóði. 

„en að minnsta kosti ef horft er á málið með Íbúðalánasjóð að þá hurfu menn af sjónarsviðinu jafn fljótt og þeir komu eftir að þeir voru búnir að selja þessar íbúðir sem voru teknar af fólki og enn hefur ekki fengist skýring á hverjir fengi að kaupa 2000 íbúðir sem Íbúðalánasjóður hafði leyst til sín.  Voru ráðamenn að selja íbúðirnar, vinum og vandamönnum í einhverjum skúmaskotum?  Það eru óstaðfestar fregnir af því að um sé að ræða einstaklinga, vinveitta viðkomandi húnæðismálaráðherra, sem hafi fengið að kaupa fyrir „slikk“  til dæmis fimm íbúðir hér og tíu íbúðir þar út um allt land.  Þessar eignir hafi síðan verið leigðar og seldar miðað við markaðsvirði og hafi því þessi veldu vildarvinri væntanlega stór hagnast á þessu gjafmildi þáverandi ráðherra. 

Allri þeirri óvissu sem hefur skapast í þessari umræðu þarf að eyða með því að gefa upp nöfn þeirra sem fengu að kaupa af ráðherranum og hans fylgdarsveinum.  það þarf að eyða þessari óvissu um, hvort þetta sé satt eða rangt þvi að á meðan ekki eru gefnar skýringar á því að hverjir fengu að kaupa þessar 2000 íbúðir þá lítur fólk svo á að þetta sé toppur á spillingarvinnubrögðum þáverandi húsvæðisráðráðherra, sem snarlega lét sig hvera úr stjórnmálunum Þegar sölunni var  lokið“ segir Arnþrúður.


Lindarhvoll með eignir úr föllnu bönkunum. Kaupendur af góssinu ekki fundnir ennþá. 

Sama gildir um Lindarhvolsmálið sem snýst um að félagið Lindarhvoll var stofnað 2016 utan um sölu eigna föllnu bankanna , t.d. íbúðir og fasteignir, fyriræki sem höfðu verið sett í þrot og bakanrnir höfðu eignast eftir hrun. Einn viðmælandi okkar sem fékk að kaupa úr þessu eignasafni eftir vinavæddum leiðum,  sagði að sér hefði liðið  eins og fýl í postulínsbúð, hann hefði getað fengið hvað sem var fyrir slikk.  

Málið hefur verið í rannsókn  en Ríkisendurskoðun hefur ekki ennþá fallist á að skýrslan veriði birt í áraraðir.  Afhverju ekki ?   Birgir Ármannsson forseti Alþingis hefur ítrekað neitað að afhenda skýrsluna að beiðni stjórnarandstöðunnar og vísar  hann meðal annars til þess, að Ríkisendurskoðun vilji ekki að skýrslan verði birt.   Í lögum um sölu á eignum úr Lindarhvoli kom fram að Lindahvoll ætti að segja eignirnar á markaðsverði  en þar sem mikil leynd hefur hvílt á efni skýrslunnar s.k. 6 árin þá hafi eðlilega skapast tortryggni vegna þessa og upp vakni eðlilega spurningar um hvort verið sé að fela skýrsluna til þess að ekki komi í ljós hvort  hafi verið farið eftir þessum fyrirmælum eða ekki.   Arnþrúður sagði að á öðrum Norðurlöndum myndu ráðherrar ekki komast upp með slíka leynd eða drátt á birtingum skýrslna því þeir væri látnir fara frá eins og skot, auk þess sem viðkomandi ráðherrar væru látnir víkja á meðan rannsókn færi fram.

Hin dæmalausa ólöglega vopnasala Guðjóns Valdimarssonar föður ríkislögreglustjóra.

„þarna er fjallað um málið í Kveik sem fær síðan mikla athygli, í Kveik sýndu þeir upplýsingar um mál frá 2019 þar sem maður var dæmdur fyrir vopnalagabrot en hann hafði meðal annars ólöglegt hálfsjálfvirkt vopn undir höndum sem hann sagdist hafa fengið frá Guðjóni fyrir eina og hálfa milljón en málið var ekki rannsakað frekar en þetta fær svo ákveðna stoð þegar reyndur byssusmiður stígur fram og segir frá því að hann vissi að Guðjón hefur verið að selja ólögleg vopn“

Þá bentu Arnþrúður og Pétur á að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefði ritað grein á Vísi í dag sem sjá má með því að smella hér þar sem hann fer yfir málið en þar komi meðal annars fram að ríkislögreglustjóri hafi vitað af ólöglegri vopnasölu föður síns allt frá árinu 2018.

Þá benti Arnþrúður á að samkvæmt heimildum hefði vopn frá Guðjóni komið við sögu í morðmálinu í Rauðagerði.

„að morðvopnið hafi verið keypt frá honum líka en það kemur ekki fram í dómi Landsréttar, einnig er vitað að lögreglan hafi haft vitneskju um morðvopnið 3 vikum áður en morðið var framið. Lögreglan fékk tilkynningu um vopnið en ekkert var aðhafst, menn geta þó kannski ekki alveg reiknað með því að það sé framin aftaka inni í miðju íbúðarhverfi en engu að síður þá er þetta auðvitað óásættanlegt“segir Arnþrúður.

Deila