Almenningur úti í kuldanum í orkupakkamálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Almenningur er settur út í kuldann með því að setja orkupakkamálið fram sem þingsályktunartillögu og hæðst er að þeim sem reyna að koma athugasemdum sínum að um málið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigmundur bendir á að þegar eldri reynslumiklir stjórnmálamenn þvert á flokka séu að reyna að vara við afleiðingum orkupakkans séu viðbrögðin við því sérkennileg “ það er hæðst að þeim og sagt að þeir séu gamlir karlar sem séu eitthvað að röfla og að þeir séu bara liðin tíð„,segir Sigmundur.

Framtíðarsýnin ekki fögur ef orkupakkinn verður samþykktur

Verði orkupakkinn samþykktur verður Ísland eins konar rafhlaða fyrir Evrópusambandið að mati Sigmundar “ og hvað verður þá eftir á Íslandi þegar sú staða er komin upp?, þá horfum við fram á það að þeir sem hafa hér verið að kaupa jarðir með vatnsréttindi, þeir sem hafa verið að falast eftir hlut í orkufyrirtækjum, þá munu þeir geta framleitt orkuna hér með sínum eignum, selt hana til útlanda, fengið greitt fyrir hana og tekið að sjálfsögðu út arðinn„. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila