Alþjóða Náttúruverndarsjóðurinn vill afnema sértilboð á kjöti til neytenda vegna loftslagsins

Steikin tilbúin á grillið. Tilboð á nautakjöti er þyrnir í augum Alþjóða Náttúruverndarsjóðsins WWF sem skipar matvörubúðum að hætta að keppa sín á milli með tilboðsverðum á steikinni. (Mynd Choe Kwangmo/Publ.Dom.)

Engin sértilboð á kjöti ef Alþjóða Náttúruverndarsjóðurinn WWF fær að ráða

Alþjóða Náttúruverndarsjóðurinn WWF hvetur matvöruverslanir til að hætta með sértilboð á kjöti, segir sænska Expressen. Ástæðan er sögð sú, að kjötneysla hefur svo afgerandi áhrif á loftslagið.

„Að draga úr kjötneyslu er ein mikilvægasta leiðin fram á við, bæði fyrir loftslagið og fyrir líffræðilegan fjölbreytileika á heimsvísu“ segir Anna Richert, háttsettur matvælasérfræðingur WWF, sem telur að „það sé mikilvægt að stjórnmálamenn og verslunin axli ábyrgð sína hér“.

Könnun, sem gerð var af hugveitunni Questionmark í samvinnu við WWF, sýnir að matvöruverslanir hvetja oft til neyslu á kjöti sem ekki er umhverfismerkt með sértilboðum en WWF leggs alfarið gegn ódýrari verði. Anna Richert segir:

„Það er vandamál, að matvöruverslanir bjóði út kjöt með þessum hætti. Þess vegna skorar WWF á matvöruverslanir að hætta að vera með sértilboð á kjöti, sem ekki er umhverfismerkt. Við trúum því, að matvöruverslun umbuni með þessum hætti neyslu sem er ekki sjálfbær.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila