Site icon Útvarp Saga

Alþjóða sakamáladómstóllinn gefur út handtökuskipun á hendur Pútín

Alþjóða sakamáladómstóllinn, ICC, með aðsetur í Hollandi Haag gaf á föstudag út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta og gerir hann ábyrgan fyrir meintum stríðsglæpum, sem framdir hafa verið í Úkraínu, þar á meðal ólöglegri brottvísun úkraínskra barna.

Rússland hafa stöðugt hafnað öllum ásökunum frá Vesturlöndum um að rússneskir hermenn hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu síðan þeir réðust inn í landið fyrir ári síðan. Þeir hafna nú einnig handtökuskipun ICC með vísan til þess að dómstóllinn skorti lögsögu yfir Rússlandi.

„Frá lagalegu sjónarmiði hefur handtökuskipunin enga þýðingu fyrir landið okkar“ skrifar talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, Maria Zakharova, í skilaboðum á Telegram. Hún skýrir einnig að Rússland er ekki hluti af Rómarsáttmálanum þar sem lögsögu ICC er stjórnað.

Hvorki Úkraína, Bandaríkin, Kína né Ísrael eiga aðild að dómstólnum

Rússland er ekki eina landið sem er ekki með í sáttmálanum um Alþjóða sakamáladómstólinn. Bandaríkin og Ísrael hafa einnig hætt samstarfi. Öll löndin þrjú skrifuðu upphaflega undir sáttmálann en drógu síðar undirskriftir sína til baka. Kína og Úkraína eru heldur ekki aðilar að dómstólnum. 123 lönd eru aðilar að dómstólnum. Raunverulega þýðir þetta að handtökuskipun ICC er einungis táknræn athöfn og afstaða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Óljóst er hvort það sé leyfilegt að gefa út handtökuskipun á hendur ríkisborgara í landi sem dómstóllin hefur enga lögsögu yfir eða brot á reglum ICC.

Margar ásakanir um stríðsglæpi

Ásakanir um stríðsglæpi hafa fylgt hver á eftir annarri í Úkraínustríðinu, langflestar beinast að Rússlandi en einnig Úkraínu. Mörg þeirra fjalla um verulega verri mál en brottvísanir barna og fullorðinna frá Úkraínu til Rússlands, sem er grundvöllur núverandi handtökuskipunar. Þótt mikill meirihluti stríðsglæpa sé umdeildur, sannanir oft á tíðum ófullnægjandi og/eða neitað af Rússlandi, þá hefur landið ekki falið íbúaflutningaáætlun sína, þar sem þúsundir úkraínskra barna hafa verið fluttar frá Úkraínu til Rússlands. Hafa rússnesk yfirvöld sagst vilja vernda börnin gegn skaða og í mörgum tilfellum sé um að ræða börn, sem hafa verið yfirgefin af foreldrunum.

Vesturlönd og ICC eru þessu ósammála og segja að börnin séu ólöglega hernumin sem er stríðsglæpur. Formaður ICC, Karim Khan, hefur áður hafið rannsókn á öðrum „mögulegum“ stríðsglæpum á borð við glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð, en þeir einbeita sér að því núna, sem rússnesk stjórnvöld sjálf viðurkenna.

Handtökuskipan einnig gegn yfirmanni barnamála í Rússlandi

ICC gefur einnig út sérstaka handtökuskipun á hendur Maria Lvova-Belova, yfirmanni yfir réttindum barna í Rússlandi. Ákærurnar eru þær sömu og í ákærunni á hendur Pútín og dómstólnum skortir lögsögu til að framfylgja henni. Forseti ICC, Piotr Hofmanski, sagði á myndbandi (sjá hér að neðan) að eftir að dómarar ICC hafa gefið út handtökuskipunina, þá verði „alþjóðasamfélagið“ að framfylgja þeim. Dómstóllinn hefur enga eigin lögreglu til að gera það.

Sjá nánar hér og hér og hér

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/2023/03/International-Criminal-Court-issues-arrest-warrant-for-Putin.mp4
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla