Alþjóðahópur stofnaður til höfuðs glóbalistum og World Economic Forum

Undanfarin ár hafa glóbalistar og þeir sem eru innanbúðarmenn hjá World Economic Forum verið áberandi og mjög ráðandi í heimsumræðunni. Til dæmis hefur hópurinn komið með hverja loftslags heimsendaspána á fætur annari og þannig reynt að koma þeirri hugmynd að betra sé að hafa eina heimsstjórn sem gæti jafnvægisins í heiminum. Þetta hafa fjölmargir verið ósáttir við og nú hefur sálfræðingurinn Jordan Peterson ákveðið að snúa úr vörn í sókn og stofnar hóp til höfuðs glóbalistunum. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni ef erlendum vettvangi ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi um stofnun hópsins en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Peterson segir að um 2000 viðskipta- og menningaraðilum og stjórnmálamönnum verði boðið að verða hluti af hópnum. Markmiðið er að hópurinn verði svo að minnsta kosti jafn stór þeim glóbalistahópi sem hittist alla jafnan í Davos árlega. Munurinn verður þó sá að þessi nýji hópur mun ekki setja fram neinar heimsendaspár, heldur þvert á móti byggja á uppbyggilegum umræðum um framtíðina þar á meðal að efla orkuframleiðslu og dreifingu, vernda einstaklingsfrelsi gegn harðstjórn og vinna gegn lækkandi fæðingartíðni með stefnu í fjölskyldumálum svo eitthvað sé nefnt.

Í viðtalið sem sjónvarpsmaðurinn Joe Rogan átti við Peterson kom fram að nú þegar sé verið að undirbúa fyrstu ráðstefnu hópsins sem fara mun fram næsta haust.

Í viðtalinu benti hann á fáránleika hugmynda glóbalista meðal annars í orkumálum:

„Þú getur ekki bjargað jörðinni með því að gera orkuverð svo dýrt, að enginn fátækur hefur efni á því. Það er ekki á borðinu. Það á ekki að þröngva útópískri sýn sjálfselskunnar upp á fátækt fólk. Við ætlum að reyna að gera hina fátæku ríka — reyna að draga úr fátækt.“

Ein matran sem glóbalistar hafa viðhaft er að stutt sé í að mannkynið þurfi að fara að venjast því að borða skordýr þar sem ekki verði hægt að afla nógu mikillar fæðu þar sem mannkyninu fari mjög fjölgandi. Það rímar þó illa við stefnu þeirra um að ætla sér að fækka fólki og draga markvisst úr fólksfjölgun.

Peterson heldur því fram, að það að taka ábyrgð á staðbundnum vettvangi, sé lykillinn að því að koma í veg fyrir uppgang harðstjórna. Hann segir það byggjast á þeirri hugmynd, að persónuleg ábyrgð er tekin í hverju skrefi fjölskyldunnar, samfélagsins, ríkisins og þjóðarinnar.

„Hugmyndin er að þú þurfir að búa til kerfi ábyrgðar, dreifðrar ábyrgðar, sem andstæðu við harðstjórn.“

Peterson lagði til, að staðbundin ábyrgð gæti verið fyrirmynd góðra stjórnarhátta. Hann sagði þessa hugmynd eiga rætur í vestrænni hefð og vera mótefni við þeirri hugmynd, að vald sé eini þátturinn sem ræður.

Hlusta má á þáttinn í spilarnum hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila