Alþjóðahyggjan / Glóbalisminn er ekki lengur það sem áður var. Það sem var í byrjun uppbyggileg hugmynd um að samþætta hagkerfi heimsins, hefur þróast yfir í að verða eyðileggjandi, alræðishugsjón sem ógnar löndum heims og fullveldi þeirra. Glóbalisminn er núna æðri öllu öðru. Stjórnmálamenn hlýða tilskipunum glóbalismans.
Douglas MacGregor útskýrði hvernig alþjóðhyggjan í dag er ekki sú sama og hún var fyrir nokkrum árum. Hann skýrði þetta í ræðu sinni nýverið hjá Ron Paul stofnuninni (sjá myndskeið að neðan).
Hvað er alþjóðahyggja?
Að sögn Douglas Macgregor ofursta í bandaríska hernum, sem einnig er með doktorsgráðu í alþjóðasamskiptum, hefur merking hugtaksins breyst með tímanum:
„Frá upphafi þýddi það að samþætta hagkerfi þvert á landamæri. Það er sanngjarnt. Ef við getum samþætt hagkerfi getum við dafnað saman. En það hefur breyst.“
Sögu, menningu og þjóðareinkennum er eytt
„Alþjóðahyggjan er núna hugmyndafræði æðri öllum stofnunum og landsstjórnarmálum og hefðum. Alþjóðahyggjan, eins og hún er iðkuð af ESB og Washington, leiðir til opinna landamæra. Sagan er endurskoðuð og aðlöguð frásögn þeirra. Það gerir „upplýstu valdastéttinni“ kleift að stjórna heiminum sem hefur afsalað sér fullveldi sínu og réttindum. Bandaríska mannréttindayfirlýsingin eins og við þekkjum hana hefur verið hent út og endurskilgreind. Sögu, menningu og þjóðareinkennum eru eytt.“
Þjóðarsálin tilheyrir Guði – ekki ríkinu
Þetta myndi útskýra hvers vegna stjórnmálamenn eru nú svo einhuga. Þeim er stjórnað af glóbalismanum. Síðan vitnaði Douglas MacGregor í rússneska rithöfundinn Alexander Solzhenitsyn.
„Hann sagði, að rússneska þjóðarsálin tilheyri Guði,– ekki ríkinu. Ég trúi því, að bandaríska þjóðarsálin tilheyri Guði, – ekki Washington.“
Hér að neðan má sjá fyrst stuttan myndbút úr ræðu MacGregors og þar fyrir neðan alla ræðuna: