Alþjóðastuðningur við Úkraínu leiðir stríðið út fyrir Úkraínu

Þó þau lönd sem hafi stutt við Úkraínu, í stríðinu við Rússa, hafi skilyrt í fyrstu stuðning sinn gegn því að Úkraína réðist ekki inn í Rússland eru mörg þeirra sem horfa framhjá því nú þegar Úkraína er komin með her sinn inn í Kursk. Þetta segir Stefán Pálsson sagnfræðingur en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Síðdegisútvarpinu sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan.

Fjárstuðningur skilar sér ekki að fullu til Úkraínu

Stefán tók fram að miklum fjármunum hafi verið veitt af Evrópusambandinu og Bandaríkjunum til stríðsins, en komið hafi í ljós að hluti þeirra fjármuna fari aldrei til Úkraínu, heldur fer til hergagnaframleiðenda annars staðar innan vestrænna ríkja. Þetta veki upp spurningar um raunverulegan ávinning af þessum fjárhagslegu stuðningi.

Evrópa getur dregist inn í átökin

Enn fremur kom fram að á meðan sá fjárstuðningur sem raunverulega hafi borist Úkraínu hafi hjálpað Úkraínu að halda áfram baráttunni. Það hafi líka leitt til þess að átökin hafa dreifst út fyrir landamæri Úkraínu til Rússlands. Þetta hefur valdið áhyggjum um mögulega stigmögnun sem gæti leitt til enn umfangsmeiri átaka, þar sem öll Evrópa gæti að lokum dregist inn í hernaðinn.

Stríðið ekki lengur staðbundin átök

Þá séu pólitískir leiðtogar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum undir þrýstingi um að ná árangri í stríðinu án þess að fórna eigin stöðu innanlands. Þetta hafi leitt til þess að stríðið sé ekki lengur aðeins staðbundin átök, heldur sé það orðið miðpunktur alþjóðlegrar valdabragða þar sem stórveldi reyni að tryggja eigin áhrif og hagsmuni í heiminum.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila