Alþjóðleg tengsl mikilvæg íslenskum bakaraiðnaði

Íslenski bakaraiðnaðurinn hefur á síðustu árum eflt alþjóðleg tengsl sín í gegnum Alþjóðasamband bakara og konditora (UIBC), þar sem Ísland hefur fengið aukið hlutverk. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Más Guðjónssonar formanns Landssambands Bakarameistara og eiganda Berhöftsbakarís í Menntaspjallinu en hann var gestur Valgerðar Jónsdóttur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Sigurður sem er bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís gegnir lykilhlutverki í að leiða þessa þróun. Hann er sem fyrr segir formaður Landsambands bakarameistara á Íslandi og situr jafnframt í stjórn UIBC þar sem hann vinnur að því að tengja íslenska bakaraiðnaðinn við alþjóðlegan markað og auka fagmennsku innan stéttarinnar.

Íslenskar vöru sýndar á alþjóðlegum sýningum

UIBC er með höfuðstöðvar í Madrid á Spáni er mikilvægur vettvangur fyrir bakara frá fjölmörgum löndum til að deila þekkingu og efla gæði iðnaðarins. Í gegnum samstarf sitt við UIBC hafa íslenskir bakarar fengið tækifæri til að kynna íslenskar vörur svo sem íslenskt smjör sem hefur hlotið lof á alþjóðlegum sýningum fyrir framúrskarandi gæði.

Áhersla á að vernda menningararfleið bakaraiðnaðarins

Sigurður segir samtökin leggja sérstaka áherslu á að vernda menningararfleifð bakaraiðnaðarins og efla fagmenntun ungra bakara um allan heim. Eitt af helstu verkefnum UIBC er að skipuleggja keppnir og námskeið fyrir bakarasveina, sem bjóða upp á tækifæri fyrir unga bakara til að læra af alþjóðlegum jafningjum sínum. Íslenskir bakarasveinar hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessum viðburðum sem hefur hjálpað til við að auka þekkingu þeirra og kunnáttu.

Alþjóðlegt samstarf á sviði hráefnis og tækni mikilvægt

Alþjóðlegt samstarf á sviði hráefnis og tækni er einnig mikilvægt fyrir íslenska bakaraiðnaðinn. Ísland hefur nýtt sér tengsl við bakara í löndum eins og Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi til að bæta framleiðslu sína og framboð. Þessi tengsl hafa hjálpað til við að tryggja að íslenskir bakarar standi jafnfætis með þeim bestu í heiminum.

Íslenskir bakarar eru bjartsýnir á framtíðina

Sigurður Már og aðrir íslenskir bakarar eru bjartsýnir á framtíðina og telja að alþjóðlegt samstarf muni halda áfram að efla íslenskan bakaraiðnað, skapa ný tækifæri á erlendri grundu og auka fagmennsku innan stéttarinnar.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila