Alvarlegt að Katrín hafi sem forsætisráðherra stutt við ólögmæta vísindarannsókn Kára Stefánssonar

Talsverðar skeytasendingar á milli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar, Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra og Helgu Þórisdótturforsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar í leyfi, hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga. Helga Þórisdóttir var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag segir málið snúast um ábendingar sem bárust Persónuvernd í Covid faraldrinum að hafnar væru af hálfu Íslenskrar erfðagreiningar vísindarannsóknir þar sem blóð var tekið úr sjúklingum sem lágu inni á Landspítala en farið hafi verið af stað án þess að leyfi Persónuverndar lægi fyrir, eins og lög mæla fyrir um.

Helga segir að þegar ábendingarnar bárust hafi málið hafa verið metið svo alvarlegt að það kallaði á nánari athugun Persónuverndar á því hvernig væri að þeim staðið. Fram hafði komið að rannsóknin væri hluti af sóttvarnarráðstöfun en því hafnar Helga og segir að samkvæmt þeim gögnum sem Persónuvernd hafi fengið um málið væri um vísindarannsókn að ræða sem ekki tengdist sóttvarnarráðstöfunum á neinn máta.

Kári hótaði málshöfðun þar sem Persónuvernd fór eftir lögum

Niðurstaða athugunar Persónuverndar var að setja fram ítrekun á að ekki mætti standa að slíkum vísindarannsóknum nema að undanfengnu leyfi Persónuverndar og segir Helga að Karí Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hafi tekið niðurstöðunni mjög illa og hótaði málshöfðun. Helga segir að Kári hafi áður en til málshöfðunar kom sent ríkisstjórninni erindi þar sem hún var krafin svara um rökstðning fyrir ákvörðun Persónuverndar. Kari hafi fengið svar frá Katrínu Jakobsdóttur um að Persónuvernd bæri að fara að þeim lögum sem í landinu væru og segir Helga það svar hafa verið afar skýrt og skorinort. Kári hafi sent Katrínu andsvar þar sem hann amaðist við því að Persónuvernd væri að fara að lögum.

Persónuvernd vissi ekki að Katrín væri í bréfaskiftum við Kára hjá ÍE

Það sem síðan gerist er að Katrín sendir Kára svar sem Persónuvernd hafi ekki verið kunnugt um að Katrín hafi sent en Helga segir að þegar bréfið hafi verið birt opinberlega hafi komið í ljós að verið væri að blanda saman tveimur ólíkum hlutum, það er að segja vísindarannsókninni annars vegar og sóttvarnarráðstöfunum hins vegar.

Katrín talaði Persónuvernd niður í bréfi sem sent var til Kára

Helga segir ljóst að Katrín hafi ekki haft nægilegar upplýsingar um málið áður en hún ákvað að skrifa bréfið. Í bréfinu lýsti Katrín bæði yfir undrun yfir ákvörðun Persónuverndar og segir að ákvörðunin hafi komið henni mjög á óvart. Þá segir Helga að í bréfinu sé einnig blandað saman mati sóttvarnarlæknis á ákveðinni rannsókn og auk þess farið inn á verksvið persónuverndar með því að segja að vinnsla persónuupplýsinga sem voru undir í vísindarannsókninni og blóðsýnatakan hafi verið hluti af sóttvarnarráðstöfunum.

Alvarlegt að ÍE hefji vísindarannsókn án leyfis eftirlitsaðila

Helga segir málið í raun afar einfalt. Persónuvernd hafi verið að rannsaka mál þar sem Íslensk erfðagreining hafi farið af stað með vísindarannsókn sem hafi verið alveg óháð sóttvarnarráðstöfunum og hafði ekki sótt um leyfi fyrir rannsókninni sem sé ólöglegt athæfi, og í raun svo alvarlegt að Persónuvernd hefði geta gripið til sektarákvæða sem var ákveðið að gera ekki þar sem ástandið í samfélaginu var viðkvæmt vegna Covid faraldursins

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila