Alvarlegt umferðarslys í miðborginni

Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningunni segir að viðbragðsaðilar séu við störf á vettvangi, en lokað er fyrir umferð við slysstaðinn og í næsta nágrenni hans.

Uppfært kl.14:30. Samkvæmt upplýsingum varð slysið á þann hátt að gaffallyftari og lítil sendibifreið rákust á með þeim afleiðingum að gaffall lyftarans gekk inn í sendibifreiðina.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila