Site icon Útvarp Saga

Alvarlegum áverkum á börnum eftir kynleiðréttingaraðgerðir á Karólínska sjúkrahúsinu haldið leyndum

Kynleiðréttingaraðgerðir hafa oftar en ekki leitt til alvarlegra líkamlegra og sálfræðilegra áverkana viðkomandi og einnig erfiðleika fyrir ættingja og fjölskyldu viðkomandi. Karólínska sjúkrahúsið hætti fyrr á árinu með hormónameðferðir barna vegna afleiðinganna en valdi að tala ekki opinberlega um þau börn eða þá áverka, sem þau hafa hlotið á sjúkrahúsinu. (Samsett mynd).

Um tylft barna hafa fengið alvarlega áverka og aukaverkanir í „kynleiðréttingaraðgerðum“ á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en sjúkrahúsið velur að halda upplýsingum um málið leyndum, þrátt fyrir að læknar þekki vel til þess. Um það upplýsir rannsóknarþáttur sænska sjónvarpsins „Uppdrag granskning.“

Karólínska háskólasjúkrahúsið ákvað í maí að stöðva frekari hormónameðferðir barna og unglinga í „kynleiðréttingaraðgerðum“ með vísun á hættu vegna „mögulegra aukaverkana.“ Sjúkrahúsið vissi þá um börnin, sem þegar höfðu hlotið alvarlega aukaverkanir og samkvæmt sænska sjónvarpinu eru um 13 slík tilfelli þekkt í Stokkhólmi.

Reyndi að fremja sjálfsmorð

Eitt dæmið er stúlka, sem hélt tíu ára gömul, að hún væri raunverulega drengur. Þegar stúlkan var ellefu ára gömul hófu læknar Karólínska sjúkrahússins hormónameðferð á henni til að stöðva kynþroskaskeiðið, sem leiddi till þess að beinagrind stúlkunnar hlaut áverka, hún hætti að stækka og hryggjarliðir afmynduðust. Barnið verkjaði stöðugt og reyndi að fremja sjálfsmorð.

Natalie móðir stúlkunnar segir: „Honum leið svo illa, að hann reyndi mörgum sinnum að fremja sjálfsmorð. Við skildum ekkert í þessu, því við töldum að barninu okkar liði betur vegna meðferðarinnar.“

Þrátt fyrir uppgötvun áverkana var engu að síður haldið áfram með hormónagjöf í þrjá mánuði í viðbót og engar skýrslur til um frávik. Það var ekki fyrr en rannsakendur sænska sjónvarpsins köfuðu í málið sem slík skýrsla var gerð. Móðirin segir: „Ég er reið út í þá, sem ég treysti. En einnig út í sjálfa mig, ég er sú sem á að vernda barnið mitt en hef alls ekki gert það.“

Efnafræðileg kynskerðing

Mörg önnur börn fengu aukaverkanir af hormónameðferðinni og henni hætt. Samtals hafa um 440 börn fengið hormónameðferð til að stöðva kynþroska á síðustu fimm árum. Eftir stöðvun kynþroska kemur meðferð með östrogen eða testosteron sem breyta líkamanum endanlega. Í sjónvarpsþættinum kemur fram: „Lifur eins barnsins hafði áverkanir, sem taldar eru stafa af meðferðinni, annað barn fékk sjúkdómseinkenni beinarýrnunar eftir tvö ár. Sálfræðilegur styrkur þriðja barnsins laskaðist verulega.“

Ricard Nergårdh sem meðhöndlar börn með kynjavandamál lýsir meðferðinni með hömlunarhormónum sem einni tegund kynskerðingar/geldingar:

„Þetta er efnafræðileg kynskerðing. Það getur haft slík áhrif á sálfræðilega líðan viðkomandi, sem enginn hafði hugsað sér eða óskað eftir. Það er afskaplega mikilvægt, að sjúklingurinn og fjölskylda sjúklingsins séu vel upplýst um það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla