Amazon indíánar mótmæla við Hæstarétt Brasilíu og krefjast þess að höfðingi þeirra verði látin laus úr haldi

Í Brasilíu hafa mótmælendur frumbyggja farið inn á jaðarsvæði hæstaréttar til að krefjast þess, að höfðingi þeirra, Serere, verði látinn laus úr fangelsi. Vinstrisinnaðir stuðningsmenn Lula kalla mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og búa sig undir að ráðast á stærstu lýðræðismótmæli í heimi.

Lögreglan handtók ættbálkahöfðingja frumbyggja þegar 12. desember

Tugir indíána brutust gegnum hindranir í kringum hæstaréttarbygginguna í Brasilíu á jóladag, 25. desember, til að krefjast þess að ættbálkaleiðtoginn José Acácio Serere Xavante verði látinn laus. Serere var handtekinn mánudaginn 12. desember fyrir að taka þátt í friðsömum mótmælum sem fóru úr böndunum, þegar lögreglan réðst gegn mótmælendum.

Indíánarnir, sem mótmæltu við hæstarétt, sögðu lögreglunni að þeir væru þarna til að mótmæla handtöku höfðingjans Serere. Sérsveitir lögreglu og alríkislögreglan voru send á vettvang. Eftir um það bil tvær klukkustundir yfirgáfu mótmælendur frumbyggja svæðið fyrir utan Hæstarétt en héldu mótmælum áfram á torginu fyrir utan.

Segja friðsama mótmælendur vera hryðjuverkamenn og hóta handtökum, engri sakaruppgjöf og að bankainneignir venjulegs fólks verði gerðar upptækar

José Acácio Serere Xavante leiðtogi frumbyggja var handtekinn fyrir friðsöm mótmæli (mynd Twitter).

Öfgahópar Lulu reyna að mála mótmælendur, sem eru hlynntir Bolsonaro, sem hryðjuverkamenn til að búa sig undir að ráðast gegn þeim. Á aðfangadagsmorgun voru herlögregla og slökkvilið kölluð til að rannsaka grunsamlegan hlut á veginum að Brasilíuflugvelli. Að sögn Jornal de Cidade var hluturinn fjarlægður án þess að vera sprengdur.

Reuters heldur því fram, að lögreglan hafi „sprengt hlut sem virtist vera sprengja og handtekið grunaðan sem var sakaður um að tengjast stuðningsmönnum Bolsonaro.“ Flavio Dino, verðandi dómsmálaráðherra Lula, sagði þann 25. desember að lýðræðishreyfingin væri „útungunarvél fyrir hryðjuverkamenn“:

„Alvarlegir atburðir í Brasilíu í gær sanna að hinar svokölluðu „þjóðræknu“ búðir eru orðnar útungunarstöðvar fyrir hryðjuverkamenn. Það verður engin sakaruppgjöf fyrir hryðjuverkamenn, stuðningsmenn þeirra og fjárstyrktaraðila.“

Undirbýr stofnun árásarliðs í Gestapo-stíl til að ráðast gegn stuðningsmönnum Bolsonaro

Dino undirbýr stofnun eigin Gestapo árásarliðs frá og með 1. janúar og sagðist ætla að mynda

„sérstaka hópa til að berjast gegn hryðjuverkum og óábyrgum vopnuðum. Almenn lögskipan nær ekki yfir þessar pólitísku vígasveitir.“

Dino sagði að fyrirkomulag varðandi vígslu Lula í forsetaembættið yrði „endurskoðað með það fyrir augum að efla öryggið.“

Dæmdi glæpahrappurinn Luiz Inácio Lula da Silva hefur tilkynnt, að hann muni nota spillta alríkislögreglu til að tryggja embættistöku hans, þar sem hann treystir ekki hernum í Brasilíu vegna áhrifa Bolsonaro.

Á fyrsta myndbandinu að neðan sjást mótmæli á vegi að flugvelli höfuðborgarinnar fyrr í desember og þar fyrir neðan er myndband í tísti sem sýnir mótmæli frumbyggja við byggingu hæstaréttar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila