Annað Ísland: Arfleifð Búsáhaldabyltingarinnar

Gunnar Smári Egilsson og Sigurjón M. Egilsson.

Nú í dag þegar tíu ár eru liðin frá hruni horfa margir um öxl og velta fyrir sér hvað þjóðin hefur lært af hruninu. Búsáhaldabyltingin sem varð í kjölfar hrunsins hafði þau áhrif að fjöldi lítilla grasrótarhópa varð til sem sumir urðu að stjórnmálahreyfingum. Í þættinum Annað Ísland í dag var fjallað um arfleifð Búsáhaldabyltingarinnar sem hafði umtalsverð ruðningsáhrif út í samfélagið. Gunnar Smári Egilsson og Sigurjón M. Egilsson fengu til sín góða gesti sem allir eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í Búsáhaldabyltingunni og litu þeir yfir farinn veg og veltu fyrir sér þeirri spurningu hver sé arfleifð Búsáhaldabyltingarinnar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila