AP-fréttastofan rak blaðamanninn sem skrifaði fréttina um árás Rússa á Pólland

Frétt AP um „árás Rússlands á Pólland“ fór eins og eldur í sinu um gjörvalla heimsbyggðina og hvöttu margir til gagnárásar, sem hefði getað leitt heiminn út í Ragnarrök ef hefðu verið gerðar. Myndin sýnir staðinn þar sem eldskeytið lenti og grandaði tveimur mönnum í Póllandi (mynd skjáskot Twitter).

Falsfréttin hefði getað haft hörmulegar afleiðingar

AP-fréttastofan rak á mánudag James LaPorta, blaðamanninn sem greindi frá því að rússneskar eldflaugar hefðu skotið á Pólland, sem er aðili að NATO.

Blaðamaðurinn, sem vitnaði í „heimildir innan bandarísku leyniþjónustunnar“ fullyrti síðastliðinn þriðjudag, að tvær rússneskar eldflaugar hefðu lent á landamærabæ Póllands að Úkraínu. Fréttamenn á vinstri kantinum hrópuðu eftir „5. grein Nató“ og hvöttu þegar til gagnárásar sem hefði leitt heiminn beint í þriðju heimsstyrjöldina. Það hefur komið í ljós, að eldflaugunum var skotið frá Úkraínu og tala sumir um falsfánaaðgerð.

AP dró söguna fljótt til baka eftir að hafa næstum dregið Bandaríkin inn í þriðju heimsstyrjöldina. AP sagði síðasta miðvikudag:

„Nýja matið stangast á við upplýsingar fyrr á þriðjudag frá háttsettum bandarískum leyniþjónustumanni sem sagði AP að rússneskar eldflaugar hafi farið inn í Pólland“

Blaðamaður AP var rekinn á miðvikudaginn, samkvæmt Daily Beast. AP-fréttastofan hræddi stóran hluta heimsins síðastliðinn þriðjudag, þegar frétt var birt um að „háttsettur bandarískur leyniþjónustumaður“ sagði að „rússneskar eldflaugar fóru inn í NATO-aðildarríki Póllands og drápu tvo menn.“

Fréttin flaug um allt og vitnað í hana á netinu og af öðrum fjölmiðlum. Fréttin var tekin niður daginn eftir og skipt út fyrir athugasemd ritstjórans, sem viðurkenndi að heimildin væri röng og að „síðari fréttir sýndu að eldflaugarnar voru framleiddar í Rússlandi og líklega skotið á loft af Úkraínu í vörn gegn rússneskum flugskeytum.“

Braut reglu AP um fleiri heimildir við nafnlausa heimild

Á mánudaginn rak AP rannsóknarblaðamanninn James LaPorta, sem ber ábyrgð á fréttinni, að sögn Confider.

Fréttin var upphaflega samin með John Leicester (sem er enn að vinna hjá AP) og upplýsingarnar sagðar koma frá einum „æðsta embættismanni bandaríska leyniþjónustunnar“ þrátt fyrir þá reglu AP að „leita frekar og krefjast fleiri en einnar heimildar. þegar uppruni er nafnlaus.“

Þegar náðist í talsmann AP, þá gerði hann ekki athugasemdir við brottrekstur LaPorta en skrifaði þess í stað:

„Strangir ritstjórnarstaðlar og starfshættir Associated Press eru mikilvægir fyrir hlutverk AP sem óháðrar fréttastofnunar. Til að tryggja að fréttir okkar séu nákvæmar, sanngjarnar og byggðar á staðreyndum, hlítum við og framfylgjum þessum stöðlum, þar á meðal varðandi notkun nafnlausra heimilda.“

Deila