Arnar Þór: Hverjum er best treystandi til að verja undirstöður samfélagsins

Nú þegar stutt er til kosninga er rétt að kjósendur horfi nú yfir sviðið og velti fyrir sér undirstöðum samfélagsins og íhugi það af fullri alvöru hverjum þeir treysti best til þess að verja þessar undirstöður samfélagsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnars Þórs Jónsonar forsetaframbjóðanda í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Arnar bendir á að hans áherslur og málflutningur hafi allt frá upphafi verið skýr í þessum efnum. Hann segir að hann telji að hann eigi erindi við Íslendinga og hann hafi áhyggjur af því að stjórnmálin hér á landi séu í ákveðnu hnignunarferli og þróun samfélagins sé ekki á góðum stað.

Almenningur í landinu orðinn gleymd stærð

Hér eigi unga fólkið erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði, stýrivaxtahækkanirnar hafi verið linnulausar og ekki hafi tekist að hemja verðbólguna. Þá sé ástandið á Landspítalanum ekki gott sem og ástandið í vegakerfinu, löggæslukerfinu og staðan í hælisleitendamálum stefni í vandræði. Þegar á þetta sé horft sé vert að minna á fyrir hvern Alþingi sé að starfa því það eigi að starfa fyrir almenning í landinu. Arnar segir að þegar horft sé á hvernig staðið er að hlutunum á Alþingi þá velti hann fyrir sér hvort það sé þannig í reynd að Alþingi starfi fyrir erlend stórfyrirtæki, alþjóðlegar stofnanir, fyrir banka og fjármagnseigendur og að almenningur í landinu sé hreinlega orðinn gleymd stærð.

Hann segir kominn tíma á að þessu verði snúið við og það fólk sem er kjörið á Alþingi fari að vinna fyrir almenning eins og því er ætlað að gera. Það sé erfitt að reyna að muna hvenær sett voru lög á alþingi síðast sem almenningur hafi getað klappað fyrir og sagt þau vera til bóta fyrir almenning í landinu.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila